„Það væri hálfgerður skandall ef lið eins og Króatía kæmist ekki á HM. Við erum auðvitað bara í fyrsta sinn í umspili um að komast á HM. Við höfum engu að tapa. Pressan er á þeim,“ segir landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Miðjumaðurinn verður í eldlínunni með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu er liðið mætir Króötum í hreinum úrslitaleik um það hvor þjóðin öðlast þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar.
Eftir markalaust jafntefli er ljóst að sigur eða jafntefli myndi tryggja íslenska liðinu farseðilinn til Brasilíu. Verði jafnteflið markalaust verður framlengt og í kjölfarið gripið til vítaspyrnukeppni.
„Þótt það sé skrýtið að segja það þá erum við bara níutíu mínútum frá því að komast á HM,“ segir Gylfi Þór sem reyndi að halda sig á jörðinni í samtölum við blaðamenn ytra í gær. Þá list kunna fáir betur en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck. Svo virðist sem blóðið renni varla í Svíanum sem fimm sinnum fór með sænska karlalandsliðið á stórmót.
„Þegar við komum út á völl fyrir leikinn þá verður auðvitað mikil spenna. Ég tel mig hafa lært í gegnum tíðina að takist mér að halda einbeitingu og ró minni geri ég betur í starfi mínu sem þjálfari,“ segir sænski skógarbóndasonurinn sem vonast til að skrifa nýjan kafla í sögu Íslands.
Stóra stundin er runnin upp hjá strákunum
Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn




United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
