32 ár síðan að engin Norðurlandaþjóð var á HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2013 07:00 Svíinn Zlatan Ibrahimovic er hugsanlega skærasta knattspyrnustjarnan sem missir af HM í Brasilíu næsta sumar. Mynd/AFP FótboltiNú er orðið ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt í tuttugustu heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fer fram í Brasilíu næsta sumar en síðustu þjóðirnar tryggðu sér farseðilinn í umspilsleikjum í vikunni. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að tryggja sér sæti á HM og var í raun næst því af Norðurlandaþjóðunum að komast á HM. Svíar voru líka í umspilinu en töpuðu báðum leikjum sínum á móti Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal. Það verða því engar frændþjóðir á HM en þetta er í fyrsta sinn í 32 ár sem engin Norðurlandaþjóð nær að komast í gegnum undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Danir, Svíar eða Norðmenn hafa verið með á síðustu sjö heimsmeistaramótum eða allt frá því að danska dínamítið sló í gegn á HM í Mexíkó 1986. Danir voru einu fulltrúar Norðurlandanna á HM í Suður-Afríku fyrir að verða fjórum árum. Svíar og Danir voru næstir því að komast á HM á Spáni 1982. Svíar voru aðeins einu stigi á eftir Norður-Írum í sínum riðli og það dugði ekki Dönum að sigra verðandi heimsmeistara Ítala með þremur mörkum gegn einu á lokasprettinum því þeir enduðu fjórum stigum á eftir Ítölum. Ísland endaði þá í 4. sæti í sínum riðli (á undan Tyrklandi) en bæði Finnar og Norðmenn urðu neðstir í sínum riðli.Norðurlandaþjóðir á síðustu HM í fótbolta HM 2014 - Engin HM 2010 - Danmörk (24. sæti) HM 2006 - Svíþjóð (14. sæti), Svíþjóð (13. sæti) HM 2002 - Danmörk (10. sæti) HM 1998 - Danmörk (8. sæti), Noregur (15. sæti) HM 1994 - Svíþjóð (3. sæti), Noregur (17. sæti) HM 1990 - Svíþjóð (21. sæti) HM 1986 - Danmörk (9. sæti) Hm 1982 - EnginÞessar þjóðir verða á HM 2014Evrópa (13): Holland, Ítalía, Belgía, Sviss, Þýskaland, Rússland, Bosnía, England, Spánn, Grikkland, Króatía, Portúgal og Frakkland.Suður-Ameríka (6): Brasilía, Argentína, Kólumbía, Síle, Ekvador og Úrúgvæ.Norður- og Mið-Ameríka (4): Kosta Ríka, Bandaríkin, Hondúras og Mexíkó.Asía og Eyjaálfa (4): Japan, Ástralía, Íran og Suður-Kórea.Afríka (5): Nígería, Fílabeinsströndin, Kamerún, Gana og Alsír. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
FótboltiNú er orðið ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt í tuttugustu heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fer fram í Brasilíu næsta sumar en síðustu þjóðirnar tryggðu sér farseðilinn í umspilsleikjum í vikunni. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að tryggja sér sæti á HM og var í raun næst því af Norðurlandaþjóðunum að komast á HM. Svíar voru líka í umspilinu en töpuðu báðum leikjum sínum á móti Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal. Það verða því engar frændþjóðir á HM en þetta er í fyrsta sinn í 32 ár sem engin Norðurlandaþjóð nær að komast í gegnum undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Danir, Svíar eða Norðmenn hafa verið með á síðustu sjö heimsmeistaramótum eða allt frá því að danska dínamítið sló í gegn á HM í Mexíkó 1986. Danir voru einu fulltrúar Norðurlandanna á HM í Suður-Afríku fyrir að verða fjórum árum. Svíar og Danir voru næstir því að komast á HM á Spáni 1982. Svíar voru aðeins einu stigi á eftir Norður-Írum í sínum riðli og það dugði ekki Dönum að sigra verðandi heimsmeistara Ítala með þremur mörkum gegn einu á lokasprettinum því þeir enduðu fjórum stigum á eftir Ítölum. Ísland endaði þá í 4. sæti í sínum riðli (á undan Tyrklandi) en bæði Finnar og Norðmenn urðu neðstir í sínum riðli.Norðurlandaþjóðir á síðustu HM í fótbolta HM 2014 - Engin HM 2010 - Danmörk (24. sæti) HM 2006 - Svíþjóð (14. sæti), Svíþjóð (13. sæti) HM 2002 - Danmörk (10. sæti) HM 1998 - Danmörk (8. sæti), Noregur (15. sæti) HM 1994 - Svíþjóð (3. sæti), Noregur (17. sæti) HM 1990 - Svíþjóð (21. sæti) HM 1986 - Danmörk (9. sæti) Hm 1982 - EnginÞessar þjóðir verða á HM 2014Evrópa (13): Holland, Ítalía, Belgía, Sviss, Þýskaland, Rússland, Bosnía, England, Spánn, Grikkland, Króatía, Portúgal og Frakkland.Suður-Ameríka (6): Brasilía, Argentína, Kólumbía, Síle, Ekvador og Úrúgvæ.Norður- og Mið-Ameríka (4): Kosta Ríka, Bandaríkin, Hondúras og Mexíkó.Asía og Eyjaálfa (4): Japan, Ástralía, Íran og Suður-Kórea.Afríka (5): Nígería, Fílabeinsströndin, Kamerún, Gana og Alsír.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti