32 ár síðan að engin Norðurlandaþjóð var á HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2013 07:00 Svíinn Zlatan Ibrahimovic er hugsanlega skærasta knattspyrnustjarnan sem missir af HM í Brasilíu næsta sumar. Mynd/AFP FótboltiNú er orðið ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt í tuttugustu heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fer fram í Brasilíu næsta sumar en síðustu þjóðirnar tryggðu sér farseðilinn í umspilsleikjum í vikunni. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að tryggja sér sæti á HM og var í raun næst því af Norðurlandaþjóðunum að komast á HM. Svíar voru líka í umspilinu en töpuðu báðum leikjum sínum á móti Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal. Það verða því engar frændþjóðir á HM en þetta er í fyrsta sinn í 32 ár sem engin Norðurlandaþjóð nær að komast í gegnum undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Danir, Svíar eða Norðmenn hafa verið með á síðustu sjö heimsmeistaramótum eða allt frá því að danska dínamítið sló í gegn á HM í Mexíkó 1986. Danir voru einu fulltrúar Norðurlandanna á HM í Suður-Afríku fyrir að verða fjórum árum. Svíar og Danir voru næstir því að komast á HM á Spáni 1982. Svíar voru aðeins einu stigi á eftir Norður-Írum í sínum riðli og það dugði ekki Dönum að sigra verðandi heimsmeistara Ítala með þremur mörkum gegn einu á lokasprettinum því þeir enduðu fjórum stigum á eftir Ítölum. Ísland endaði þá í 4. sæti í sínum riðli (á undan Tyrklandi) en bæði Finnar og Norðmenn urðu neðstir í sínum riðli.Norðurlandaþjóðir á síðustu HM í fótbolta HM 2014 - Engin HM 2010 - Danmörk (24. sæti) HM 2006 - Svíþjóð (14. sæti), Svíþjóð (13. sæti) HM 2002 - Danmörk (10. sæti) HM 1998 - Danmörk (8. sæti), Noregur (15. sæti) HM 1994 - Svíþjóð (3. sæti), Noregur (17. sæti) HM 1990 - Svíþjóð (21. sæti) HM 1986 - Danmörk (9. sæti) Hm 1982 - EnginÞessar þjóðir verða á HM 2014Evrópa (13): Holland, Ítalía, Belgía, Sviss, Þýskaland, Rússland, Bosnía, England, Spánn, Grikkland, Króatía, Portúgal og Frakkland.Suður-Ameríka (6): Brasilía, Argentína, Kólumbía, Síle, Ekvador og Úrúgvæ.Norður- og Mið-Ameríka (4): Kosta Ríka, Bandaríkin, Hondúras og Mexíkó.Asía og Eyjaálfa (4): Japan, Ástralía, Íran og Suður-Kórea.Afríka (5): Nígería, Fílabeinsströndin, Kamerún, Gana og Alsír. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
FótboltiNú er orðið ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt í tuttugustu heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem fer fram í Brasilíu næsta sumar en síðustu þjóðirnar tryggðu sér farseðilinn í umspilsleikjum í vikunni. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að tryggja sér sæti á HM og var í raun næst því af Norðurlandaþjóðunum að komast á HM. Svíar voru líka í umspilinu en töpuðu báðum leikjum sínum á móti Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal. Það verða því engar frændþjóðir á HM en þetta er í fyrsta sinn í 32 ár sem engin Norðurlandaþjóð nær að komast í gegnum undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Danir, Svíar eða Norðmenn hafa verið með á síðustu sjö heimsmeistaramótum eða allt frá því að danska dínamítið sló í gegn á HM í Mexíkó 1986. Danir voru einu fulltrúar Norðurlandanna á HM í Suður-Afríku fyrir að verða fjórum árum. Svíar og Danir voru næstir því að komast á HM á Spáni 1982. Svíar voru aðeins einu stigi á eftir Norður-Írum í sínum riðli og það dugði ekki Dönum að sigra verðandi heimsmeistara Ítala með þremur mörkum gegn einu á lokasprettinum því þeir enduðu fjórum stigum á eftir Ítölum. Ísland endaði þá í 4. sæti í sínum riðli (á undan Tyrklandi) en bæði Finnar og Norðmenn urðu neðstir í sínum riðli.Norðurlandaþjóðir á síðustu HM í fótbolta HM 2014 - Engin HM 2010 - Danmörk (24. sæti) HM 2006 - Svíþjóð (14. sæti), Svíþjóð (13. sæti) HM 2002 - Danmörk (10. sæti) HM 1998 - Danmörk (8. sæti), Noregur (15. sæti) HM 1994 - Svíþjóð (3. sæti), Noregur (17. sæti) HM 1990 - Svíþjóð (21. sæti) HM 1986 - Danmörk (9. sæti) Hm 1982 - EnginÞessar þjóðir verða á HM 2014Evrópa (13): Holland, Ítalía, Belgía, Sviss, Þýskaland, Rússland, Bosnía, England, Spánn, Grikkland, Króatía, Portúgal og Frakkland.Suður-Ameríka (6): Brasilía, Argentína, Kólumbía, Síle, Ekvador og Úrúgvæ.Norður- og Mið-Ameríka (4): Kosta Ríka, Bandaríkin, Hondúras og Mexíkó.Asía og Eyjaálfa (4): Japan, Ástralía, Íran og Suður-Kórea.Afríka (5): Nígería, Fílabeinsströndin, Kamerún, Gana og Alsír.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira