Halldór Ásgrímsson samdi sjálfur við Bandaríkin Árni Finnsson skrifar 26. nóvember 2013 00:00 Ótrúlegt þykir mér að lesa barlóm Halldórs Ásgrímssonar í Fréttablaðinu í gær. Staðreynd málsins er sú að Bandaríkjastjórn beitti Ísland miklu meiri þrýstingi vegna hvalveiða en það „lið“ sem hann vísar til án þess nefna á nafn. Halldóri þykir henta að kveinka sér undan þessu „liði“ en lætur hjá líða að nefna allan þann fjölda samningafunda sem íslenskir ráðamenn áttu með bandarískum starfsbræðrum sínum vegna hvalveiða í vísindaskyni árin 1986-1989 og þá staðreynd að íslensk stjórnvöld – þ.m.t. hann sjálfur - gáfu iðulega eftir gagnvart kröfum Bandaríkjanna og drógu úr veiðunum. Í sumum tilfellum var um algjöra uppgjöf að ræða. Fyrst hætti sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson við veiðar á steypireyðum líkt og til stóð í upphaflegri áætlun um veiðar á hvölum í vísindaskyni árin 1986-1989, því næst var kippt út veiðum á 80 hrefnum árlega og síðastar út af lista yfir öflun vísindalegra gagna voru sandreyðar. Árið 1989 voru því bara veiddar langreyðar og fjöldinn skorinn niður í 68 dýr í stað 80. Allt var þetta gert samkvæmt samningum við bandarísk stjórnvöld sem Halldór Ásgrímsson var ábyrgur fyrir.Alvarlegt mál Hvorki Greenpeace né önnur samtök stóðu að morðhótunum líkt og Halldór Ásgrímsson lætur að liggja í ummælum sínum. Forvitnilegt væri að sjá hvort íslensk stjórnvöld sáu nokkurn tíma ástæðu til að óska eftir rannsókn breskra, bandarískra eða þýskra lögregluyfirvalda á þeim hótunum sem Halldór vísar til líkt og gert var í samvinnu ríkislögreglustjóra við bresku lögregluna þegar Kárahnjúkavirkjun var mótmælt á árunum 2004-2007. Morðhótanir eru mjög alvarlegt mál en hvað Kárahnjúkavirkjun varðar kom í ljós að meintar hótanir náttúruverndarsinna áttu öðru fremur rætur sínar að rekja til bresks lögreglumanns sem gegndi nafninu Mark Kennedy og ku hafa hreiðrað um sig í búðum breskra mótmælenda. Í einhverjum tilvikum ku hreiðurgerð Kennedys ekki hafa verið í samræmi við gæðastaðal bresku lögreglunnar. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar eru ætluð til að beina sjónum manna frá þeirri staðreynd að sú hvalveiðistefna sem hann markaði á 9. áratug síðustu aldar, þjónkun hans við Kristján Loftsson, hefur engum árangri skilað heldur kostað íslenska skattborgara vel á annan milljarð króna. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa mátt eyða ómældum vinnustundum í að skýra út fyrir erlendum starfsbræðrum sínum hvers vegna sjávarútvegsráðherra og Kristján Loftsson telja svo brýnt að veiða hvali eða hvað þeir eigi við með nauðsyn þess að halda jafnvægi í lífríki sjávar með veiðum á X fjölda hvala. Allur sá málaflutningur skilaði takmörkuðum árangri og niðurstaða arftaka Halldórs í embætti, Þorsteins Pálssonar, var að eina leiðin til að tryggja vöxt og viðgang þorskstofnsins væri að draga verulega úr veiðum. Í ljós kom að ekki var við hvalinn að sakast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ótrúlegt þykir mér að lesa barlóm Halldórs Ásgrímssonar í Fréttablaðinu í gær. Staðreynd málsins er sú að Bandaríkjastjórn beitti Ísland miklu meiri þrýstingi vegna hvalveiða en það „lið“ sem hann vísar til án þess nefna á nafn. Halldóri þykir henta að kveinka sér undan þessu „liði“ en lætur hjá líða að nefna allan þann fjölda samningafunda sem íslenskir ráðamenn áttu með bandarískum starfsbræðrum sínum vegna hvalveiða í vísindaskyni árin 1986-1989 og þá staðreynd að íslensk stjórnvöld – þ.m.t. hann sjálfur - gáfu iðulega eftir gagnvart kröfum Bandaríkjanna og drógu úr veiðunum. Í sumum tilfellum var um algjöra uppgjöf að ræða. Fyrst hætti sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson við veiðar á steypireyðum líkt og til stóð í upphaflegri áætlun um veiðar á hvölum í vísindaskyni árin 1986-1989, því næst var kippt út veiðum á 80 hrefnum árlega og síðastar út af lista yfir öflun vísindalegra gagna voru sandreyðar. Árið 1989 voru því bara veiddar langreyðar og fjöldinn skorinn niður í 68 dýr í stað 80. Allt var þetta gert samkvæmt samningum við bandarísk stjórnvöld sem Halldór Ásgrímsson var ábyrgur fyrir.Alvarlegt mál Hvorki Greenpeace né önnur samtök stóðu að morðhótunum líkt og Halldór Ásgrímsson lætur að liggja í ummælum sínum. Forvitnilegt væri að sjá hvort íslensk stjórnvöld sáu nokkurn tíma ástæðu til að óska eftir rannsókn breskra, bandarískra eða þýskra lögregluyfirvalda á þeim hótunum sem Halldór vísar til líkt og gert var í samvinnu ríkislögreglustjóra við bresku lögregluna þegar Kárahnjúkavirkjun var mótmælt á árunum 2004-2007. Morðhótanir eru mjög alvarlegt mál en hvað Kárahnjúkavirkjun varðar kom í ljós að meintar hótanir náttúruverndarsinna áttu öðru fremur rætur sínar að rekja til bresks lögreglumanns sem gegndi nafninu Mark Kennedy og ku hafa hreiðrað um sig í búðum breskra mótmælenda. Í einhverjum tilvikum ku hreiðurgerð Kennedys ekki hafa verið í samræmi við gæðastaðal bresku lögreglunnar. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar eru ætluð til að beina sjónum manna frá þeirri staðreynd að sú hvalveiðistefna sem hann markaði á 9. áratug síðustu aldar, þjónkun hans við Kristján Loftsson, hefur engum árangri skilað heldur kostað íslenska skattborgara vel á annan milljarð króna. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa mátt eyða ómældum vinnustundum í að skýra út fyrir erlendum starfsbræðrum sínum hvers vegna sjávarútvegsráðherra og Kristján Loftsson telja svo brýnt að veiða hvali eða hvað þeir eigi við með nauðsyn þess að halda jafnvægi í lífríki sjávar með veiðum á X fjölda hvala. Allur sá málaflutningur skilaði takmörkuðum árangri og niðurstaða arftaka Halldórs í embætti, Þorsteins Pálssonar, var að eina leiðin til að tryggja vöxt og viðgang þorskstofnsins væri að draga verulega úr veiðum. Í ljós kom að ekki var við hvalinn að sakast.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar