Ekki sundra Orkuveitu Reykjavíkur! Ögmundur Jónasson skrifar 10. desember 2013 06:00 Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins skal orkufyrirtækjum sundrað í einingar sem annast vinnslu, dreifingu og sölu á orku og jafnframt ber að aðskilja rækilega rekstur sem flokkast undir samkeppnisrekstur frá starfsemi sem heyrir undir einkaleyfisrekstur. Þessi tilskipun var lögfest hér á landi í raforkulögum árið 2003 en síðan var frestað að framfylgja tilskipuninni gagnvart OR. Það var vegna fjárhagsstöðu OR en skuldastaðan var svo slæm að ekki þótti stætt á því að veikja fyrirtækið með þessum hætti. Öðrum orkufyrirtækjum var hins vegar gert með lögunum að undirgangast tilskipunina þótt nánast öllum sem að orkumálum koma þætti þetta hið mesta óráð og vera notendum í óhag. Í greinargerð með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi kveður því við gráan tón þegar sagt er að allt þetta sé gert til þess að „tryggja hagsmuni“ þeirra sem njóta eiga þjónustu orkufyrirtækjanna. Veruleikinn er því miður annar því þetta er einvörðungu til að fullnægja kröfum ESB; kröfum sem við hefðum – og kunnum enn að geta fengið undanþágu frá. Og taki menn eftir: Frestunin gagnvart OR var vegna þess að mönnum þótti ekki rétt við erfiðar aðstæður að veikja stofnunina með þessum kerfisbreytingum! Nú á hins vegar að láta til skarar skríða gegn OR og ganga enn lengra, kljúfa stofnunina upp í sjálfstæð dótturfélög – og undirbúa þannig markaðs- og einkavæðingu þeirra. Í frumvarpinu er vísað í félögin sem sundra á Orkuveitunni í, þ.e. þau sem „stunda vinnslu, framleiðslu og sölu raforku og heits vatns og gufu og rekstur grunnkerfa, svo sem dreifiveitu rafmagns, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu, auk annarrar starfsemi sem hefur sambærilega stöðu.“ Mikilvægt er að fresta enn um sinn þessari aðför að Orkuveitu Reykjavíkur og nota tímann til að taka allt regluverkið upp gagnvart orkugeiranum í heild sinni og leita heimildar ESB til undanþágu í því efni. Til þess eru ríkar forsendur. Eigendum OR svo og löggjafanum ber skylda til að gæta hagsmuna okkar sem borgum brúsann! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins skal orkufyrirtækjum sundrað í einingar sem annast vinnslu, dreifingu og sölu á orku og jafnframt ber að aðskilja rækilega rekstur sem flokkast undir samkeppnisrekstur frá starfsemi sem heyrir undir einkaleyfisrekstur. Þessi tilskipun var lögfest hér á landi í raforkulögum árið 2003 en síðan var frestað að framfylgja tilskipuninni gagnvart OR. Það var vegna fjárhagsstöðu OR en skuldastaðan var svo slæm að ekki þótti stætt á því að veikja fyrirtækið með þessum hætti. Öðrum orkufyrirtækjum var hins vegar gert með lögunum að undirgangast tilskipunina þótt nánast öllum sem að orkumálum koma þætti þetta hið mesta óráð og vera notendum í óhag. Í greinargerð með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi kveður því við gráan tón þegar sagt er að allt þetta sé gert til þess að „tryggja hagsmuni“ þeirra sem njóta eiga þjónustu orkufyrirtækjanna. Veruleikinn er því miður annar því þetta er einvörðungu til að fullnægja kröfum ESB; kröfum sem við hefðum – og kunnum enn að geta fengið undanþágu frá. Og taki menn eftir: Frestunin gagnvart OR var vegna þess að mönnum þótti ekki rétt við erfiðar aðstæður að veikja stofnunina með þessum kerfisbreytingum! Nú á hins vegar að láta til skarar skríða gegn OR og ganga enn lengra, kljúfa stofnunina upp í sjálfstæð dótturfélög – og undirbúa þannig markaðs- og einkavæðingu þeirra. Í frumvarpinu er vísað í félögin sem sundra á Orkuveitunni í, þ.e. þau sem „stunda vinnslu, framleiðslu og sölu raforku og heits vatns og gufu og rekstur grunnkerfa, svo sem dreifiveitu rafmagns, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu, auk annarrar starfsemi sem hefur sambærilega stöðu.“ Mikilvægt er að fresta enn um sinn þessari aðför að Orkuveitu Reykjavíkur og nota tímann til að taka allt regluverkið upp gagnvart orkugeiranum í heild sinni og leita heimildar ESB til undanþágu í því efni. Til þess eru ríkar forsendur. Eigendum OR svo og löggjafanum ber skylda til að gæta hagsmuna okkar sem borgum brúsann!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar