Verður hjá þjálfaranum um jólin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2013 07:00 Norðlendingurinn verður hjá þjálfara sínum um jólin. Aðsend mynd „Ég náði betri árangri í fyrra og hitteðfyrra en þetta er besti árangurinn á þessu tímabili enn sem komið er,“ segir Brynjar Leó Kristinsson. Skíðagöngukappinn var við keppni í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð í Östersund í Svíþjóð um helgina þar sem hann hafnaði í 74. sæti. Fyrir árangurinn fékk hann 122 FIS-stig en Ólympíulágmarkið er 100 FIS stig eða færri. „Maður er alltaf að færast nær og nær. Þetta kemur allt saman. Ég hef enga trú á öðru,“ segir Brynjar Leó sem er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarkinu fyrir leikana í Sochi í febrúar. Brynjar Leó æfir hjá þjálfara sínum, Linus Davidsson, í Svíþjóð og voru þeir félagar að funda varðandi næstu vikur er blaðamaður sló á þráðinn. Ljóst er að Brynjar mun keppa á FIS-móti í Þýskalandi þann 22. desember. „Nú þarf maður að skoða skautamót sem gefa FIS-stig í Evrópu því það verður ekkert slíkt í Svíþjóð fyrr en á nýju ári,“ segir Brynjar Leó. Hann er mun sterkari í keppni þar sem skautað er en þar sem notast er við hefðbundna aðferð. Ljóst er að jólin verða því ekki í faðmi fjölskyldunnar norðan heiða. „Ég reikna með að verja jólunum í Sälen í Svíþjóð hjá fjölskyldu Linusar. Þar eru fínar aðstæður til að æfa,“ segir Brynjar Leó og hlær aðspurður hvort þjálfarinn sé búinn að ættleiða hann. „Svona nánast. Ég er mikið hjá þeim og þau hjálpa mér mikið.“ Skíðasamband Íslands fær aðeins þátttökurétt fyrir einn skíðagöngumann í Sochi eins og er. Sævar Birgisson hefur þegar tryggt sér þátttökurétt og Brynjar Leó er í kapphlaupi við tímann. Þeir félagar treysta á að Sævar nái að hífa sig upp í sæti innan við 300 á heimslistanum því þá fær Skíðasambandið þátttökurétt fyrir tvo keppendur. Brynjar Leó segir Sævar hafa verið í kringum sæti 400 við útgáfu síðasta lista. Góður árangur Sævars um helgina muni fleyta honum ofar á listann. „Ef maður stendur sig vel á til dæmis tveimur mótum getur maður flogið upp listann,“ segir Brynjar Leó. „Við erum mjög bjartsýnir á að það heppnist og þá verðum við báðir á leikunum.“ Íþróttir Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Dagskráin í dag: Spennandi leikir á Englandi, stórleikur í NBA og íslenskur körfubolti Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Sjá meira
„Ég náði betri árangri í fyrra og hitteðfyrra en þetta er besti árangurinn á þessu tímabili enn sem komið er,“ segir Brynjar Leó Kristinsson. Skíðagöngukappinn var við keppni í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð í Östersund í Svíþjóð um helgina þar sem hann hafnaði í 74. sæti. Fyrir árangurinn fékk hann 122 FIS-stig en Ólympíulágmarkið er 100 FIS stig eða færri. „Maður er alltaf að færast nær og nær. Þetta kemur allt saman. Ég hef enga trú á öðru,“ segir Brynjar Leó sem er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarkinu fyrir leikana í Sochi í febrúar. Brynjar Leó æfir hjá þjálfara sínum, Linus Davidsson, í Svíþjóð og voru þeir félagar að funda varðandi næstu vikur er blaðamaður sló á þráðinn. Ljóst er að Brynjar mun keppa á FIS-móti í Þýskalandi þann 22. desember. „Nú þarf maður að skoða skautamót sem gefa FIS-stig í Evrópu því það verður ekkert slíkt í Svíþjóð fyrr en á nýju ári,“ segir Brynjar Leó. Hann er mun sterkari í keppni þar sem skautað er en þar sem notast er við hefðbundna aðferð. Ljóst er að jólin verða því ekki í faðmi fjölskyldunnar norðan heiða. „Ég reikna með að verja jólunum í Sälen í Svíþjóð hjá fjölskyldu Linusar. Þar eru fínar aðstæður til að æfa,“ segir Brynjar Leó og hlær aðspurður hvort þjálfarinn sé búinn að ættleiða hann. „Svona nánast. Ég er mikið hjá þeim og þau hjálpa mér mikið.“ Skíðasamband Íslands fær aðeins þátttökurétt fyrir einn skíðagöngumann í Sochi eins og er. Sævar Birgisson hefur þegar tryggt sér þátttökurétt og Brynjar Leó er í kapphlaupi við tímann. Þeir félagar treysta á að Sævar nái að hífa sig upp í sæti innan við 300 á heimslistanum því þá fær Skíðasambandið þátttökurétt fyrir tvo keppendur. Brynjar Leó segir Sævar hafa verið í kringum sæti 400 við útgáfu síðasta lista. Góður árangur Sævars um helgina muni fleyta honum ofar á listann. „Ef maður stendur sig vel á til dæmis tveimur mótum getur maður flogið upp listann,“ segir Brynjar Leó. „Við erum mjög bjartsýnir á að það heppnist og þá verðum við báðir á leikunum.“
Íþróttir Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Dagskráin í dag: Spennandi leikir á Englandi, stórleikur í NBA og íslenskur körfubolti Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Sjá meira