Grunur um að vitnum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. desember 2013 07:00 Í þessu húsi á Stokkseyri fór hluti brotanna fram í svokölluðu Stokkseyrarmáli. Mynd/sigurjón Grunur leikur á um að einhverjum vitnum og sakborningum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað ofbeldi eða einhvers konar hefndaraðgerðum ef þau segðu rétt frá atburðum. Þriðja degi aðalmeðferðar málsins lauk í gær en þar gaf skýrslu vitni sem bar fyrir sig minnisleysi, þrátt fyrir að hafa gefið nokkuð nákvæma skýrslu um atburði hjá lögreglu við rannsókn málsins. Annað vitni hafði gert slíkt hið sama í sínum vitnisburði og bæði vitnin sögðust hafa verið undir áhrifum vímuefna þegar þau gáfu skýrslu hjá lögreglu. Þá neituðu þeir sakborningar sem ekki eru taldir höfuðpaurar í málinu að tjá sig nokkuð um þátt annarra en sinn eigin í árásunum og mannránunum. „Ástæða þess að óskað var eftir því að vitni fengju að gefa sínar skýrslur án þess að sakborningar væru viðstaddir er ótti þeirra við þessa menn og hefndaraðgerðir,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Fréttablaðið.Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari.Mynd/PjeturGreint var frá því í október að lögreglan hefði til rannsóknar líkamsárás á eitt lykilvitna málsins, húsráðanda í húsinu á Stokkseyri. Ráðist var á hann og brotnir á honum fingur og handarbak með hamri. Maðurinn hefur ekki enn látið sjá sig til að bera vitni fyrir héraðsdómi og mun halda til í Bandaríkjunum. Eitt fórnarlambið greindi frá því að skilaboðum hefði verið komið til hans um að „halda kjafti“.Vantar úrræði til verndar vitnumStaðan í íslensku réttarkerfi er með þeim hætti að óttist vitni hefndaraðgerðir ofbeldismanna standa lögregluyfirvöld úrræðalaus gagnvart slíkum hótunum. „Það vantar öll úrræði til þess að hægt sé að hjálpa þessu fólki. Til dæmis einhvers konar öryggishnapp sem fólk gæti fengið eða að lögregla hafi úrræði til að tryggja þessu fólki einhverja aðstoð,“ segir Helgi Magnús. Stokkseyrarmálið Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Grunur leikur á um að einhverjum vitnum og sakborningum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað ofbeldi eða einhvers konar hefndaraðgerðum ef þau segðu rétt frá atburðum. Þriðja degi aðalmeðferðar málsins lauk í gær en þar gaf skýrslu vitni sem bar fyrir sig minnisleysi, þrátt fyrir að hafa gefið nokkuð nákvæma skýrslu um atburði hjá lögreglu við rannsókn málsins. Annað vitni hafði gert slíkt hið sama í sínum vitnisburði og bæði vitnin sögðust hafa verið undir áhrifum vímuefna þegar þau gáfu skýrslu hjá lögreglu. Þá neituðu þeir sakborningar sem ekki eru taldir höfuðpaurar í málinu að tjá sig nokkuð um þátt annarra en sinn eigin í árásunum og mannránunum. „Ástæða þess að óskað var eftir því að vitni fengju að gefa sínar skýrslur án þess að sakborningar væru viðstaddir er ótti þeirra við þessa menn og hefndaraðgerðir,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Fréttablaðið.Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari.Mynd/PjeturGreint var frá því í október að lögreglan hefði til rannsóknar líkamsárás á eitt lykilvitna málsins, húsráðanda í húsinu á Stokkseyri. Ráðist var á hann og brotnir á honum fingur og handarbak með hamri. Maðurinn hefur ekki enn látið sjá sig til að bera vitni fyrir héraðsdómi og mun halda til í Bandaríkjunum. Eitt fórnarlambið greindi frá því að skilaboðum hefði verið komið til hans um að „halda kjafti“.Vantar úrræði til verndar vitnumStaðan í íslensku réttarkerfi er með þeim hætti að óttist vitni hefndaraðgerðir ofbeldismanna standa lögregluyfirvöld úrræðalaus gagnvart slíkum hótunum. „Það vantar öll úrræði til þess að hægt sé að hjálpa þessu fólki. Til dæmis einhvers konar öryggishnapp sem fólk gæti fengið eða að lögregla hafi úrræði til að tryggja þessu fólki einhverja aðstoð,“ segir Helgi Magnús.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira