Tók minnst fjögur flug í hverjum mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2013 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir stefnir á þátttöku í Evrópumeistaramótinu í Zürich í sumar, þar sem hún er nú búsett. fréttablaðið/stefán „Ég hef gaman af uppbyggingartímabilinu. Það er kannski ekki alveg að marka mig. Mér finnst þessi erfiðisvinna ofboðslega skemmtileg og nýt hennar í botn,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Spjótkastarinn ver miklum tíma þessa dagana í lyftingasalnum líkt og fjölmargir frjálsíþróttamenn þjóðarinnar á undirbúningstímabilinu sem stendur yfir frá hausti fram yfir áramót. „Ég er aðeins byrjuð í tækniæfingum og að kasta spjótinu. Það er ofboðslega gaman eftir hlé frá köstunum.“ Ásdís býr í Zürich þar sem hún æfir hjá þjálfara sínum, Terry McHugh. Samstarf hennar við Írann er tæplega ársgamalt og hafa þau unnið í að breyta tækni hennar á árinu.Æfingarnar gengu betur en mótin „Ég gerði mér grein fyrir því að árið í ár yrði algjört spurningamerki, gæti farið hvernig sem er,“ segir Ásdís sem bætti Íslandsmetið í spjótkasti á Ólympíuleikunum sumarið 2012 með kasti upp á 62,77 metra. Spjótið flaug hins vegar aldrei yfir 60 metrana á árinu þótt aðeins hafi munað þremur sentimetrum í Stokkhólmi í júní. „Það gekk vel á æfingum en undir pressu á mótum er svo auðvelt að detta út úr því og fara að gera það sem þú hefur vanið þig á undanfarin tíu ár,“ segir Ármenningurinn. Sömuleiðis hafi sífelld ferðalög á milli Íslands og Sviss frá janúar fram á sumar tekið sinn toll. „Ég tók minnst fjögur flug í hverjum mánuði. Það tekur rosalega orku frá manni,“ segir Ásdís sem flutti til Sviss í júní þar sem hún hefur dvalið síðan. Mikill munur sé að hafa þjálfara sinn á öllum tækniæfingum ólíkt því að hitta hann bara vikulega eins og var fyrri hluta árs.Komin í doktorsnám „Það var rosalega mikið áreiti og mikið að gerast í lífi mínu yfirhöfuð. Mér líður vel í rútínu og það er gott að hún er komin aftur,“ segir Ásdís sem hóf doktorsnám í ónæmisfræði við háskólann í Zürich í nóvember. Hún starfar á húðsjúkdómadeildinni á háskólasjúkrahúsinu og kann vel við sig. „Þetta er mjög spennandi,“ segir Ásdís en verkefni hennar snýr að því að bæta ónæmismeðferð við ofnæmi. Spjótkastarinn segir henta sér vel að vera upptekin og geta einbeitt sér að fleiru en íþrótt sinni.Guðmundur SverrissonBenedikt H. SigurgeirssonGet ekki setið heima og beðið „Ég virka ekki ef ég er heima að bíða eftir næstu æfingu,“ segir Ásdís. „Ef þú gerir ekkert nema að mæta á æfingar, hugsa um æfingar og lífið snýst um það þá geturðu fengið nóg einn daginn.“ Sömuleiðis geti meiðsli gert vart við sig og ekkert sé verra en að vera aðgerðarlaus og velta sér upp úr meiðslum. „Svo er um að gera að nýta tímann og ná sér í menntun og vera búin að öllu þegar íþróttaferlinum lýkur. Þá getur maður farið að gera hvað sem mann langar til að gera,“ segir Ásdís sem hlakkar til næsta tímabils. Hápunkturinn er Evrópumeistaramótið sem fer einmitt fram í Zürich í ágúst. Ásdís hefur þegar náð lágmarkinu, 57,40 metrum, með köstum sínum á árinu sem er að líða, „Það er ansi hæpið að ég væri að stressa mig á þessu lágmarki,“ segir Ásdís sem kastaði margoft lengra á árinu. Líklegt er að Guðmundur Sverrisson, frjálsíþróttamaður ársins, verði einnig á meðal keppenda. ÍR-ingurinn kastaði 80,66 metra síðastliðið sumar og er til alls líklegur. Ásdís þekkir Guðmund vel og fagnar árangri hans. „Gummi hefur lent í miklum meiðslum og alls kyns leiðindum. En það er þegar fólk lendir í meiðslum sem maður sér úr hverju það er gert. Þessi strákur er gerður úr stáli og það er frábært að sjá hann uppskera.“ Ásdís kemur til Íslands í næstu viku og verður í faðmi fjölskyldunnar fram yfir áramót. Hún mun þó áfram æfa af kappi. „Ætli það verði ekki bara frí á aðfangadag, jóladag og gamlársdag.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira
„Ég hef gaman af uppbyggingartímabilinu. Það er kannski ekki alveg að marka mig. Mér finnst þessi erfiðisvinna ofboðslega skemmtileg og nýt hennar í botn,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Spjótkastarinn ver miklum tíma þessa dagana í lyftingasalnum líkt og fjölmargir frjálsíþróttamenn þjóðarinnar á undirbúningstímabilinu sem stendur yfir frá hausti fram yfir áramót. „Ég er aðeins byrjuð í tækniæfingum og að kasta spjótinu. Það er ofboðslega gaman eftir hlé frá köstunum.“ Ásdís býr í Zürich þar sem hún æfir hjá þjálfara sínum, Terry McHugh. Samstarf hennar við Írann er tæplega ársgamalt og hafa þau unnið í að breyta tækni hennar á árinu.Æfingarnar gengu betur en mótin „Ég gerði mér grein fyrir því að árið í ár yrði algjört spurningamerki, gæti farið hvernig sem er,“ segir Ásdís sem bætti Íslandsmetið í spjótkasti á Ólympíuleikunum sumarið 2012 með kasti upp á 62,77 metra. Spjótið flaug hins vegar aldrei yfir 60 metrana á árinu þótt aðeins hafi munað þremur sentimetrum í Stokkhólmi í júní. „Það gekk vel á æfingum en undir pressu á mótum er svo auðvelt að detta út úr því og fara að gera það sem þú hefur vanið þig á undanfarin tíu ár,“ segir Ármenningurinn. Sömuleiðis hafi sífelld ferðalög á milli Íslands og Sviss frá janúar fram á sumar tekið sinn toll. „Ég tók minnst fjögur flug í hverjum mánuði. Það tekur rosalega orku frá manni,“ segir Ásdís sem flutti til Sviss í júní þar sem hún hefur dvalið síðan. Mikill munur sé að hafa þjálfara sinn á öllum tækniæfingum ólíkt því að hitta hann bara vikulega eins og var fyrri hluta árs.Komin í doktorsnám „Það var rosalega mikið áreiti og mikið að gerast í lífi mínu yfirhöfuð. Mér líður vel í rútínu og það er gott að hún er komin aftur,“ segir Ásdís sem hóf doktorsnám í ónæmisfræði við háskólann í Zürich í nóvember. Hún starfar á húðsjúkdómadeildinni á háskólasjúkrahúsinu og kann vel við sig. „Þetta er mjög spennandi,“ segir Ásdís en verkefni hennar snýr að því að bæta ónæmismeðferð við ofnæmi. Spjótkastarinn segir henta sér vel að vera upptekin og geta einbeitt sér að fleiru en íþrótt sinni.Guðmundur SverrissonBenedikt H. SigurgeirssonGet ekki setið heima og beðið „Ég virka ekki ef ég er heima að bíða eftir næstu æfingu,“ segir Ásdís. „Ef þú gerir ekkert nema að mæta á æfingar, hugsa um æfingar og lífið snýst um það þá geturðu fengið nóg einn daginn.“ Sömuleiðis geti meiðsli gert vart við sig og ekkert sé verra en að vera aðgerðarlaus og velta sér upp úr meiðslum. „Svo er um að gera að nýta tímann og ná sér í menntun og vera búin að öllu þegar íþróttaferlinum lýkur. Þá getur maður farið að gera hvað sem mann langar til að gera,“ segir Ásdís sem hlakkar til næsta tímabils. Hápunkturinn er Evrópumeistaramótið sem fer einmitt fram í Zürich í ágúst. Ásdís hefur þegar náð lágmarkinu, 57,40 metrum, með köstum sínum á árinu sem er að líða, „Það er ansi hæpið að ég væri að stressa mig á þessu lágmarki,“ segir Ásdís sem kastaði margoft lengra á árinu. Líklegt er að Guðmundur Sverrisson, frjálsíþróttamaður ársins, verði einnig á meðal keppenda. ÍR-ingurinn kastaði 80,66 metra síðastliðið sumar og er til alls líklegur. Ásdís þekkir Guðmund vel og fagnar árangri hans. „Gummi hefur lent í miklum meiðslum og alls kyns leiðindum. En það er þegar fólk lendir í meiðslum sem maður sér úr hverju það er gert. Þessi strákur er gerður úr stáli og það er frábært að sjá hann uppskera.“ Ásdís kemur til Íslands í næstu viku og verður í faðmi fjölskyldunnar fram yfir áramót. Hún mun þó áfram æfa af kappi. „Ætli það verði ekki bara frí á aðfangadag, jóladag og gamlársdag.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira