Topp tíu listinn í kjöri íþróttamanns ársins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. desember 2013 07:00 Aron Pálmarsson var íþróttamaður ársins árið 2012. fréttablaðið/daníel Íþróttaárið 2013 var mjög gott hjá íslensku íþróttafólki og þann 28. desember verða þeir sem sköruðu fram úr heiðraðir í hófi samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ. Það fer fram í Gullhömrum og verður hófið sýnt í beinni útsendingu á RÚV. Hér má sjá þá tíu íþróttamenn sem koma til greina sem íþróttamaður ársins. Einnig má sjá þrjá efstu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni. Aron Pálmarsson var kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra og hann er aftur á topp tíu listanum í ár. Félagi hans hjá Kiel, Guðjón Valur Sigurðsson, er einnig á topp tíu listanum en þeir eru einu íþróttamennirnir á lista ársins sem hafa hlotið útnefninguna íþróttamaður ársins áður. Alfreð Gíslason var kjörinn þjálfari ársins í fyrra og hann kemur aftur til greina í ár. Kvennalandsliðið í hópfimleikum var lið ársins 2012 og nú er kvennalið Gerplu tilnefnt ásamt knattspyrnulandsliðunum.Þessir íþróttamenn eru tilnefndir sem íþróttamaður ársins árið 2013: Alfreð Finnbogason, knattspyrna Aníta Hinriksdóttir, frjálsar Aron Pálmarsson, handbolti Auðunn Jónsson, kraftlyftingar Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra Jón Arnór Stefánsson, körfubolti Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaTilnefningar í þjálfara ársins: Alfreð Gíslason, handbolti Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrnaTilnefningar í lið ársins: Knattspyrnulandslið karla Knattspyrnulandslið kvenna Kvennalið Gerplu í hópfimleikum Hér að ofan má sjá myndir af öllum íþróttamönnunum, þjálfurunum og liðunum. Punktar um topp tíu listannFjórir af tíu íþróttamönnum á listanum í ár voru á topp tíu listanum í fyrra. Það eru þeir Alfreð Finnbogason, Aron Pálmarsson, Auðunn Jónsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Tvö eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru þau Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson. Konur hafa ekki verið færri á topp tíu listanum í fimm ár en þær voru einnig bara tvær meðal þeirra tíu efstu í kjörinu fyrir árið 2008. Jón Arnór Stefánsson er í áttunda sinn meðal tíu efstu í kjörinu og Guðjón Valur Sigurðsson í sjötta sinn. Hvorugur hefur þó verið á topp tíu listanum undanfarin fjögur ár en þeir voru báðir síðast inn á topp tíu listanum árið 2009. Jón Arnór Stefánsson er aðeins annar körfuboltamaðurinn sem kemst inn í hóp tíu efstu eftir þrítugt. Jón Kr. Gíslason náði því einnig 31 árs gamall árið 1993. Aron Pálmarsson er á topp tíu listanum fjórða árið í röð. Aðeins einn annar handboltamaður hefur náð fjórum sinnum inn á topp tíu listann fyrir 24 ára aldurinn en það er Geir Hallsteinsson. Kristján Arason náði því þrisvar sinnum. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru aðeins aðrir liðsfélagarnir úr sama erlenda liði sem komast inn á topp tíu listann í sögu kjörsins. Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru báðar leikmenn sænska liðsins Malmö þegar þær komust inn á topp tíu listann árið 2011. Hin 17 ára gamla Aníta Hinriksdóttir er yngsta frjálsíþróttakonan í 44 ár til að komast inn á topp tíu. Ingunn Einarsdóttir var aðeins fjórtán ára þegar hún komst inn á topp tíu listann árið 1969. Síðasti íþróttamaðurinn til að ná svo ungur inn á topp tíu listann var sundmaðurinn Örn Arnarson sem var 17 ára gamall þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins 1998. Örn var líka inn á topp tíu listanum árið á undan. Aníta Hinriksdóttir er yngsta konan inn á topp tíu listanum síðan að sundkonan Eydís Konráðsdóttir varð í fimmta sæti árið 1995. Auðunn Jónsson er aðeins þriðji maðurinn til þess að ná tvisvar inn á topp tíu listann á fimmtugsaldri. Hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson og kúluvarparinn Guðmundur Hermannsson náðu báðir fjórum sinnum inn á topp tíu listann eftir fertugt. Aðeins tveir eldri handboltamenn en Guðjón Valur Sigurðsson (34 ára) hafa komist inn á topp tíu listann. Það eru Ólafur Stefánsson og Sigurður Valur Sveinsson. Hjalti Einarsson náði einnig inn á topp tíu á sama aldri og Guðjón Valur er núna. Helgi Sveinsson er fyrsti fatlaði frjálsíþróttamaðurinn í tuttugu ár sem kemst inn í hóp tíu efstu í kjörinu eða síðan að Geir Sverrisson var inn á topp tíu listanum árið 1993. Haukur Gunnarsson (1987 og 1988) er síðan þriðji fatlaði frjálsíþróttamaðurinn sem hefur náð þessum árangri.nordicphotos/gettymynd/vilhelm Innlendar Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Íþróttaárið 2013 var mjög gott hjá íslensku íþróttafólki og þann 28. desember verða þeir sem sköruðu fram úr heiðraðir í hófi samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ. Það fer fram í Gullhömrum og verður hófið sýnt í beinni útsendingu á RÚV. Hér má sjá þá tíu íþróttamenn sem koma til greina sem íþróttamaður ársins. Einnig má sjá þrjá efstu í kjöri á þjálfara ársins og liði ársins. Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni. Aron Pálmarsson var kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra og hann er aftur á topp tíu listanum í ár. Félagi hans hjá Kiel, Guðjón Valur Sigurðsson, er einnig á topp tíu listanum en þeir eru einu íþróttamennirnir á lista ársins sem hafa hlotið útnefninguna íþróttamaður ársins áður. Alfreð Gíslason var kjörinn þjálfari ársins í fyrra og hann kemur aftur til greina í ár. Kvennalandsliðið í hópfimleikum var lið ársins 2012 og nú er kvennalið Gerplu tilnefnt ásamt knattspyrnulandsliðunum.Þessir íþróttamenn eru tilnefndir sem íþróttamaður ársins árið 2013: Alfreð Finnbogason, knattspyrna Aníta Hinriksdóttir, frjálsar Aron Pálmarsson, handbolti Auðunn Jónsson, kraftlyftingar Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra Jón Arnór Stefánsson, körfubolti Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnaTilnefningar í þjálfara ársins: Alfreð Gíslason, handbolti Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrnaTilnefningar í lið ársins: Knattspyrnulandslið karla Knattspyrnulandslið kvenna Kvennalið Gerplu í hópfimleikum Hér að ofan má sjá myndir af öllum íþróttamönnunum, þjálfurunum og liðunum. Punktar um topp tíu listannFjórir af tíu íþróttamönnum á listanum í ár voru á topp tíu listanum í fyrra. Það eru þeir Alfreð Finnbogason, Aron Pálmarsson, Auðunn Jónsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Tvö eru á topp tíu listanum í fyrsta sinn en það eru þau Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson. Konur hafa ekki verið færri á topp tíu listanum í fimm ár en þær voru einnig bara tvær meðal þeirra tíu efstu í kjörinu fyrir árið 2008. Jón Arnór Stefánsson er í áttunda sinn meðal tíu efstu í kjörinu og Guðjón Valur Sigurðsson í sjötta sinn. Hvorugur hefur þó verið á topp tíu listanum undanfarin fjögur ár en þeir voru báðir síðast inn á topp tíu listanum árið 2009. Jón Arnór Stefánsson er aðeins annar körfuboltamaðurinn sem kemst inn í hóp tíu efstu eftir þrítugt. Jón Kr. Gíslason náði því einnig 31 árs gamall árið 1993. Aron Pálmarsson er á topp tíu listanum fjórða árið í röð. Aðeins einn annar handboltamaður hefur náð fjórum sinnum inn á topp tíu listann fyrir 24 ára aldurinn en það er Geir Hallsteinsson. Kristján Arason náði því þrisvar sinnum. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru aðeins aðrir liðsfélagarnir úr sama erlenda liði sem komast inn á topp tíu listann í sögu kjörsins. Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru báðar leikmenn sænska liðsins Malmö þegar þær komust inn á topp tíu listann árið 2011. Hin 17 ára gamla Aníta Hinriksdóttir er yngsta frjálsíþróttakonan í 44 ár til að komast inn á topp tíu. Ingunn Einarsdóttir var aðeins fjórtán ára þegar hún komst inn á topp tíu listann árið 1969. Síðasti íþróttamaðurinn til að ná svo ungur inn á topp tíu listann var sundmaðurinn Örn Arnarson sem var 17 ára gamall þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins 1998. Örn var líka inn á topp tíu listanum árið á undan. Aníta Hinriksdóttir er yngsta konan inn á topp tíu listanum síðan að sundkonan Eydís Konráðsdóttir varð í fimmta sæti árið 1995. Auðunn Jónsson er aðeins þriðji maðurinn til þess að ná tvisvar inn á topp tíu listann á fimmtugsaldri. Hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson og kúluvarparinn Guðmundur Hermannsson náðu báðir fjórum sinnum inn á topp tíu listann eftir fertugt. Aðeins tveir eldri handboltamenn en Guðjón Valur Sigurðsson (34 ára) hafa komist inn á topp tíu listann. Það eru Ólafur Stefánsson og Sigurður Valur Sveinsson. Hjalti Einarsson náði einnig inn á topp tíu á sama aldri og Guðjón Valur er núna. Helgi Sveinsson er fyrsti fatlaði frjálsíþróttamaðurinn í tuttugu ár sem kemst inn í hóp tíu efstu í kjörinu eða síðan að Geir Sverrisson var inn á topp tíu listanum árið 1993. Haukur Gunnarsson (1987 og 1988) er síðan þriðji fatlaði frjálsíþróttamaðurinn sem hefur náð þessum árangri.nordicphotos/gettymynd/vilhelm
Innlendar Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira