"Sýningin er takmarkað augnablik“ 28. desember 2013 07:00 Sæmundur Þór helgason heldur sína fyrstu einkasýningu á Íslandi. MYND/Úr einkasafni Sæmundur Þór Helgason opnar sýninguna Inform í dag í gallerí Kunstschlager klukkan átta, en hún stendur til áttunda janúar næstkomandi. „Ég útskrifaðist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012 og er nú í mastersnámi í myndlist hjá Goldsmiths University í London en ég lýk því námi 2015, ef allt gengur upp,“ segir Sæmundur Þór, en sýningin er hans fyrsta einkasýning á Íslandi. „Sýningin samanstendur af tveimur vídeóinnsetningum sem eru búnar til á staðnum – og einni þrívíddarteikningu af sýningarplássinu sjálfu,“ útskýrir Sæmundur. Verk Sæmundar eru iðulega framkvæmd á staðnum þar sem þau eru sýnd.Stilla úr verki Sæmundar„Mín verk eru til fyrirfram sem aðferðafræði fyrir sýningar. Sýningin er í raun og veru mjög takmarkað augnablik, tímarammi í miklu lengra ferli, eins og hugmyndavinnu, rannsóknum og undirbúningi, sem er alltaf vinna sem á sér stað utan gallerísins,“ bætir Sæmundur við. Nafnið á sýningunni, Inform, kemur út frá virkni verkanna. „Verkin upplýsa hvert annað, ef maður persónugerir þau,“ segir Sæmundur. „Þau upplýsa áhorfandann um bæði tilurð hvers verks og einhvern veginn bendir það líka til nágrannaverks síns, hvernig verkin vinna saman,“ útskýrir Sæmundur og segir sýninguna vera nokkurs konar frásögn. „Maður fer inn í tímaröð. Á milli verkanna er ákveðin tímaröð sem er ekkert endilega skýr,“ segir Sæmundur að lokum um sýninguna. Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sæmundur Þór Helgason opnar sýninguna Inform í dag í gallerí Kunstschlager klukkan átta, en hún stendur til áttunda janúar næstkomandi. „Ég útskrifaðist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012 og er nú í mastersnámi í myndlist hjá Goldsmiths University í London en ég lýk því námi 2015, ef allt gengur upp,“ segir Sæmundur Þór, en sýningin er hans fyrsta einkasýning á Íslandi. „Sýningin samanstendur af tveimur vídeóinnsetningum sem eru búnar til á staðnum – og einni þrívíddarteikningu af sýningarplássinu sjálfu,“ útskýrir Sæmundur. Verk Sæmundar eru iðulega framkvæmd á staðnum þar sem þau eru sýnd.Stilla úr verki Sæmundar„Mín verk eru til fyrirfram sem aðferðafræði fyrir sýningar. Sýningin er í raun og veru mjög takmarkað augnablik, tímarammi í miklu lengra ferli, eins og hugmyndavinnu, rannsóknum og undirbúningi, sem er alltaf vinna sem á sér stað utan gallerísins,“ bætir Sæmundur við. Nafnið á sýningunni, Inform, kemur út frá virkni verkanna. „Verkin upplýsa hvert annað, ef maður persónugerir þau,“ segir Sæmundur. „Þau upplýsa áhorfandann um bæði tilurð hvers verks og einhvern veginn bendir það líka til nágrannaverks síns, hvernig verkin vinna saman,“ útskýrir Sæmundur og segir sýninguna vera nokkurs konar frásögn. „Maður fer inn í tímaröð. Á milli verkanna er ákveðin tímaröð sem er ekkert endilega skýr,“ segir Sæmundur að lokum um sýninguna.
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira