Sjúklingur er sagður hafa þurft að bíða í klukkustund á Egilsstöðum eftir sjúkraflugi á vegum Mýflugs en flugvélin tafðist þar sem verið var að flytja hálft tonn af osti fyrir Bónus. Þetta kemur fram í tölvupósti sem maður sem starfaði við sjúkraflug sendi árið 2006.
„500 kíló af osti fyrir Bónus og tveir farþegar fyrir flugstjórann. Alltaf gott að vera á sérútbúinni sjúkraflugvél. Sérstaklega fyrir sjúklinginn frá Kárahnjúkum sem beið í klukkustund á Egilsstöðum meðan sérútbúna ostaflugið stóð yfir. Það var ekki bara tankað á Akureyri heldur hvarf flugstjórinn lengi að útbúa „flugplan“. Man ekki tímann, ef til vill 40-60 mínútur.“ Úr tölvupósti eftir sjúkraflug á árinu 2006.
Ostaflutningar töfðu sjúkraflug
