Tveir öflugir keppendur hafa skráð sig til leiks í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna (e. Reykjavík International Games) sem fer í Laugardalnum þann 19. janúar.
Sosthene Taroum Moguenera, 24 ára langstökkvari frá Þýskalandi, hefur boðað komu sína á leikana. Moguenera á best 7,04 metra frá því á síðasta ári. Hún var á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í London sumarið 2012 en komst ekki í úrslit. Hún komst hins vegar í úrslit á heimsmeistaramótinu í Moskvu síðastliðið sumar.
Íslandsmethafinn Hafdís Sigurðardóttir fær því heldur betur verðuga samkeppni. Norðankonan, sem keppir fyrir UFA, bætti Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur í sumar þegar hún stökk 6,36 metra.
Þá hefur 800 metra hlauparinn Aline Krebs skráð sig til leiks og gæti veitt Íslandsmethafanum Anítu Hinriksdóttur verðuga keppni. Þjóðverjinn 25 ára á best 2:03.50 mínútur utanhúss en Íslandsmet Anítu utanhúss frá því í júní er 2:00,49 mínútur.
Besti tími ÍR-ingsins innanhúss, sem er um leið Íslandsmet, er hins vegar 2:03,27 mínútur og er tæplega árs gamalt.
Nánari upplýsingar um frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikana má finna á heimasíðu þeirra.
Aníta og Hafdís fá samkeppni að utan
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Manchester er heima“
Enski boltinn

„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
