Staða Schumacher óbreytt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2014 15:38 Michael Schumacher er enn haldið sofandi. Nordic Photos / Getty Umboðsmaður Michael Schumacher segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu eftir skíðaslys þrátt fyrir að annað hafi verið fullyrt í fjölmiðlum síðustu daga. Fjölmiðlar höfðu eftir Philippe Strieff, fyrrum ökumanni í Formúlunni, að Schumacher væri ekki lengur í lífshættu eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Sabine Kehm, umboðsmaður Schumacher, gaf út yfirlýsingu í dag þar sem ítrekað var að ástand Schumacher væri óbreytt. Það væri stöðugt en Schumacher væri enn í lífshættu. Schumacher hefur nú verið haldið sofandi í átta daga en fyrstu dagana gekkst hann undir tvær aðgerðir. Losað var um þrýsting á heilann eftir miklar blæðingar sem hann hlaut eftir fallið. Ekki er áætlað að læknalið sjúkrahússins þar sem Schumacher dvelur gefi frekari upplýsingar um stöðu mála á næstu dögum nema að miklar breytingar verði á ástandi hans. Ítrekað var að aðeins væri mark takandi á upplýsingum frá sjúkrahúsinu eða teymi Schumachers. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Umboðsmaður Michael Schumacher segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu eftir skíðaslys þrátt fyrir að annað hafi verið fullyrt í fjölmiðlum síðustu daga. Fjölmiðlar höfðu eftir Philippe Strieff, fyrrum ökumanni í Formúlunni, að Schumacher væri ekki lengur í lífshættu eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Sabine Kehm, umboðsmaður Schumacher, gaf út yfirlýsingu í dag þar sem ítrekað var að ástand Schumacher væri óbreytt. Það væri stöðugt en Schumacher væri enn í lífshættu. Schumacher hefur nú verið haldið sofandi í átta daga en fyrstu dagana gekkst hann undir tvær aðgerðir. Losað var um þrýsting á heilann eftir miklar blæðingar sem hann hlaut eftir fallið. Ekki er áætlað að læknalið sjúkrahússins þar sem Schumacher dvelur gefi frekari upplýsingar um stöðu mála á næstu dögum nema að miklar breytingar verði á ástandi hans. Ítrekað var að aðeins væri mark takandi á upplýsingum frá sjúkrahúsinu eða teymi Schumachers.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira