Golf

Þrír deila forystunni á Hawaii

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jordan Speith horfir á eftir boltanum í gær.
Jordan Speith horfir á eftir boltanum í gær. Mynd/AP
Dustin Johnson, Jordan Spieth og Webb Simpson eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á Tournament of Champions-mótinu á Hawaii-eyjum, fyrsta móti ársins í PGA-mótaröðinni.

Simpson spilaði sérstaklega vel á seinni níu í nótt en hann náði þá fjórum fuglum og skilaði sér í hús á 68 höggum.

Allir þrír eru á fjórtán höggum undir pari en hinn tvítugi Spieth er nú í fyrsta sinn í forystu fyrir lokahring á PGA-móti. Hann vann þó mót á síðasta tímabili og átti frábært fyrsta tímabil á mótaröðinni.

Dustin Johnson er ríkjandi meistari á þessu móti en gaf þó eftir þriggja högga forsytu sem hann hafði fyrir hringinn í gær. Hann spilaði á 74 höggum í nótt.

Gary Woodland, Jason Dufner, Brandt Snedeker og Kevin Streelman eru allir innan þriggja högga frá forystumönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×