Vetrarlaxarnir í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 5. janúar 2014 17:47 Stíflan í Elliðaárdalnum Það er ákveðinn vorboði hjá mörgum veiðimanninum að ganga hinn svokallaða "Stífluhring" í efri hluta Elliðaárdalsins og skoða niðurgöngulaxana sem safnast oft fyrir í vesturkvíslinni neðan við stíflu. Í dag er opið í gegnum stífluvegginn að vestanverðu en ekki austanverðu sem gerir það að verkum að áin sem slík rennur vestanmegin en safnast saman í lón í austurkvíslinni. Þarna er maður allt í einu farinn að sjá farveg sem hefur verið hulin áður og í göngu minni um dalinn í dag sé ég um 30 laxa í þessum nýja farvegi og það verður að segjast eins og er að veiðihjartað tók smá kipp. Til að staðsetja þetta eins nákvæmlega og ég get þá horfir þú ekki niður frá stíflu eins og vaninn er til að sjá niðurgöngulaxa heldur upp þennan farveg. Ef þú horfir frá litlum fossi sem er orðin til við stífluna og eltir ána upp beygjuna ofan við stíflu er ekki hægt að missa af þessari fallegu sjón þegar hryngdur laxinn sýnir sig í köldu vatninu. Furðulegt var þó að sjá hvað nokkrir þeirra voru í góðum holdum eftir hrygninguna en svo mátti líka sjá slápana sem maður þekkir á vorinn. Grannir, gráir og hálf máttlausir eftir ástarleiki vetrarsins. Ef til vill boðar þetta fleiri stórlaxa í ána í sumar og næsta sumar en einhverjir af þessum löxum fara til sjávar og gætu gengið í ána í sumar án vetrardvalar í sjó, það þekkist alveg, og verða þá búnir að ná fyrri stærð en bæta líklega litlu við sig. Þeir laxar sem aftur á móti taka vetrardvölina gætu komið til baka 15-20 pund en óvenju hátt hlutfall af þessari stærð laxa sást í Elliðaánum í vor og vonandi er þetta stórlaxa ástand í ánni komið til að vera. Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Það er ákveðinn vorboði hjá mörgum veiðimanninum að ganga hinn svokallaða "Stífluhring" í efri hluta Elliðaárdalsins og skoða niðurgöngulaxana sem safnast oft fyrir í vesturkvíslinni neðan við stíflu. Í dag er opið í gegnum stífluvegginn að vestanverðu en ekki austanverðu sem gerir það að verkum að áin sem slík rennur vestanmegin en safnast saman í lón í austurkvíslinni. Þarna er maður allt í einu farinn að sjá farveg sem hefur verið hulin áður og í göngu minni um dalinn í dag sé ég um 30 laxa í þessum nýja farvegi og það verður að segjast eins og er að veiðihjartað tók smá kipp. Til að staðsetja þetta eins nákvæmlega og ég get þá horfir þú ekki niður frá stíflu eins og vaninn er til að sjá niðurgöngulaxa heldur upp þennan farveg. Ef þú horfir frá litlum fossi sem er orðin til við stífluna og eltir ána upp beygjuna ofan við stíflu er ekki hægt að missa af þessari fallegu sjón þegar hryngdur laxinn sýnir sig í köldu vatninu. Furðulegt var þó að sjá hvað nokkrir þeirra voru í góðum holdum eftir hrygninguna en svo mátti líka sjá slápana sem maður þekkir á vorinn. Grannir, gráir og hálf máttlausir eftir ástarleiki vetrarsins. Ef til vill boðar þetta fleiri stórlaxa í ána í sumar og næsta sumar en einhverjir af þessum löxum fara til sjávar og gætu gengið í ána í sumar án vetrardvalar í sjó, það þekkist alveg, og verða þá búnir að ná fyrri stærð en bæta líklega litlu við sig. Þeir laxar sem aftur á móti taka vetrardvölina gætu komið til baka 15-20 pund en óvenju hátt hlutfall af þessari stærð laxa sást í Elliðaánum í vor og vonandi er þetta stórlaxa ástand í ánni komið til að vera.
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði