Þjóðvegur eitt er auður á Suðurlandi en hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á öðrum vegum. Flughált er í Grafningi og í Landeyjum. Eins er flughált á Suðurstrandarvegi, Krýsuvíkurvegi og á Kjósarskarði.
Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir mjög víða, snjóþekja og skafrenningur er í Svínadal og á Fróðárheiði.
Á Vestfjörðum er mokstur hafinn í Ísafjarðardjúpi, Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Snjóþekja er á Gemlufallsheiði en þæfingur á Flateyrarvegi og ófært í Súgandafirði. Hálka er á Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði. Þæfingur er frá Brjánslæk í Skálmadal, ófært er á Klettshálsi. Þæfingur er í Kollafirði og um Hjallháls og Ódrjúgsháls.
Á Norðvesturlandi er hálka eða hálkublettir mjög víða. Þæfingur og skafrenningur er frá Ketilás í Siglufjörð en snjóþekja er á Þverárfjall.
Á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja, éljagangur og snjókoma. Þæfingur er á Ólafsfjarðarmúla, Fljótsheiði og á Tjörnesi en þungfært er á Mývatnsöræfum.
Þá er einnig hálka á Fljótsdalshéraði en þungfært er á Biskupshálsi og Möðrudalsöræfum. Hálka og éljagangur er á Fjarðarheiði og Fagradal en hálka er á Oddsskarði. Autt frá Fáskrúðsfirði með ströndinni suður um.
