Schumacher er 45 ára í dag | Enn í lífshættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. janúar 2014 08:45 Michael Schumacher. Nordic Photos / Getty „Við vitum öll að hann er keppnismaður og mun ekki gefast upp,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem liggur enn í dái eftir alvarlegt skíðaslys. Schumacher á afmæli í dag en hann er 45 ára gamall. Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir fjölskyldu Schumacher eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudagsmorgun síðastliðinn. Honum er enn haldið sofandi en hann hefur þegar gengist undir tvær aðgerðir til að losa þrýsting á heila eftir miklar blæðingar. Enn er tvísýnt um framhaldið. Fjölskylda Schumacher birti yfirlýsinguna á heimasíðu kappans. „Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sýnt hlýhug og sent kveðju hvaðanæva að úr heiminum til að óska Michael bata eftir skíðaslysið hans. Þessar kveðjur hafa veitt okkur mikinn stuðning,“ sagði í yfirlýsingunni. Stuðningsmenn Schumacher hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi þar sem hann dvelst nú. Læknar tjáðu sig síðast opinberlega um stöðu mála á þriðjudag og sögðu þá að Schumacher hafi sýnt örlítil batamerki en væri enn í lífshættu. Enn er ómöulegt að spá nokkru um framhaldið. Schumacher er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 en hann varð sjöfaldur heimsmeistari á sínum tíma. Hann tók þátt í 303 keppnum og vann alls 91 sigur. Hann skilaði sér á verðlaunapall í alls 155 keppnum. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
„Við vitum öll að hann er keppnismaður og mun ekki gefast upp,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem liggur enn í dái eftir alvarlegt skíðaslys. Schumacher á afmæli í dag en hann er 45 ára gamall. Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir fjölskyldu Schumacher eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudagsmorgun síðastliðinn. Honum er enn haldið sofandi en hann hefur þegar gengist undir tvær aðgerðir til að losa þrýsting á heila eftir miklar blæðingar. Enn er tvísýnt um framhaldið. Fjölskylda Schumacher birti yfirlýsinguna á heimasíðu kappans. „Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sýnt hlýhug og sent kveðju hvaðanæva að úr heiminum til að óska Michael bata eftir skíðaslysið hans. Þessar kveðjur hafa veitt okkur mikinn stuðning,“ sagði í yfirlýsingunni. Stuðningsmenn Schumacher hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi þar sem hann dvelst nú. Læknar tjáðu sig síðast opinberlega um stöðu mála á þriðjudag og sögðu þá að Schumacher hafi sýnt örlítil batamerki en væri enn í lífshættu. Enn er ómöulegt að spá nokkru um framhaldið. Schumacher er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 en hann varð sjöfaldur heimsmeistari á sínum tíma. Hann tók þátt í 303 keppnum og vann alls 91 sigur. Hann skilaði sér á verðlaunapall í alls 155 keppnum.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira