Samkvæmt enska vefmiðlinum Goal.com hefur Barcelona sent Chelsea nýja fyrirspurn vegna varnarmannsins David Luiz.
Luiz greindi frá því í september að Chelsea hefði fengið tilboð frá Barcelona en að hann hefði ákveðið að vera um kyrrt í Lundúnum.
Chelsea er þó sagt reiðubúið að taka við tilboðum en ólíklegt er að Luiz verði seldur nema fyrir umtalsverða upphæð.
„Hann er leikmaður okkar og við erum ánægðir með að hann sé að standa sig vel. Við þurfum á honum og John Terry að halda í vörn okkar,“ sagði Jose Mourinho um stöðu Luiz í síðasta mánuði.
Ungur varnarmaður, Kurt Zouma sem leikur með Saint-Etienne í Frakklandi, hefur verið orðaður við Chelsea að undanförnu og gæti verið mögulegur eftirmaður Brasilíumannsins Luiz.
Barcelona ekki búið að gefast upp á Luiz
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn


Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



