Vilja að fólk geti selt úr sér nýrun Jóhannes Stefánsson skrifar 18. janúar 2014 22:00 Gary S. Becker, sem hlotið hefur nóbelsverðlaun í hagfræði, segir það skynsamlegt að heimila fólki að selja líffæri sín til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Samsett/Pjetur Bjarga mætti um 4.500 mannslífum árlega í Bandaríkjunum einum ef fólki væri heimilt að selja úr sér nýrun. Þetta segja bandarísku hagfræðingarnir Gary S. Becker og Julio J. Elias í pistli í Wall Street Journal. Þeir segja slíkan nýrnamarkað myndu leiða til þess að biðtími eftir nýrnagjöfum myndi þurrkast út, dauðsföllum fækka stórlega og þeim sem þyrftu langa sjúkrahúsvist fækka að sama skapi. Þeir segja markað með líffæri „augljósustu og rökréttustu lausnina á skorti á líffærum." Skortur á gjafalíffærum leiðir fjölda fólks til dauða á hverju ári og dregur úr lífsgæðum þeirra sem þurfa að bíða eftir gjafalíffærum. Þó að slíkt kerfi kunni í augum margra að virðast „ógeðslegt" myndu kostir þess fljótt koma í ljós og fólk myndi venjast tilhugsuninni, að sögn hagfræðinganna. Máli sínu til stuðnings vísa hagfræðingarnir til þess að á hverju ári bíði 95.000 bandaríkjamenn eftir gjafanýra, en einungis 16.500 þeirra fái nýra. Þannig þurfi fjöldi fólks að sætta sig við langa bið og um 4.500 manns sem annars mætti bjarga látist árlega vegna biðarinnar. Þeir segja biðina afar slæma fyrir þá sem þurfa nauðsynlega nýtt nýra, enda sé biðtíminn að meðaltali fjögur og hálft ár. Á þessu tímabili búi margir við slæm lífsgæði og þurfi að gangast undir himnuskiljun á blóði. Fyrir vikið geti margir ekki unnið og í ofanálag kosti himnuskiljun á biðtímanum að meðaltali 350.000 dollara. Hagfræðingarnir áætla að með nýrnamarkaði megi eyða þessum langa biðtíma og þeim reiknast til að gjafanýra geti kostað á bilinu 5.000-25.000 dollara. Það sé mun lægri kostnaður en fylgi sjúkrahúskostnaði og vinnutapi af völdum skemmdra nýrna þeirra sem þurfa á líffæragjöfinni að halda.Segja markaðsaðferðirnar ekki ósiðlegar Hagfræðingarnir benda á að margir leggist gegn slíku fyrirkomulagi vegna þess að það feli í sér sölu fólks á líkamshlutum úr sjálfu sér. Mörgum þyki það siðlaust. Að þeirra mati stendur valið hins vegar á milli þess að láta fjölda fólks kveljast og deyja árlega eða heimila fólki að selja úr sér líffæri og bæta þannig lífsgæði og lífslíkur annarra. Þá telja þeir slíkt fyrirkomulag ekki koma sér verr fyrir fátæka heldur en aðra, þó að þeir segji að fátækir yrðu líklegastir til að selja úr sér líffærin. Það sé vegna þess að skortur á gjafalíffærum komi lang verst niður á hinum fátæku, vegna þess að efnamiklir geti á ýmsa vegu komist framar í biðröðum eða hreinlega farið til annarra landa til að komast hjá þeim. Að endingu segja hagfræðingarnir: „Fyrr en varir myndu kostir þess að heimila greiðslu fyrir líffæri verða augljósir. Þegar þangað yrði komið myndi fólk velta fyrir sér hvers vegna svona langan tíma hafi tekið að innleiða jafn skynsamlega og augljósa lausn og raun ber vitni við skorti á líffærum til ígræðslu." Nóbelsverðlaun Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bjarga mætti um 4.500 mannslífum árlega í Bandaríkjunum einum ef fólki væri heimilt að selja úr sér nýrun. Þetta segja bandarísku hagfræðingarnir Gary S. Becker og Julio J. Elias í pistli í Wall Street Journal. Þeir segja slíkan nýrnamarkað myndu leiða til þess að biðtími eftir nýrnagjöfum myndi þurrkast út, dauðsföllum fækka stórlega og þeim sem þyrftu langa sjúkrahúsvist fækka að sama skapi. Þeir segja markað með líffæri „augljósustu og rökréttustu lausnina á skorti á líffærum." Skortur á gjafalíffærum leiðir fjölda fólks til dauða á hverju ári og dregur úr lífsgæðum þeirra sem þurfa að bíða eftir gjafalíffærum. Þó að slíkt kerfi kunni í augum margra að virðast „ógeðslegt" myndu kostir þess fljótt koma í ljós og fólk myndi venjast tilhugsuninni, að sögn hagfræðinganna. Máli sínu til stuðnings vísa hagfræðingarnir til þess að á hverju ári bíði 95.000 bandaríkjamenn eftir gjafanýra, en einungis 16.500 þeirra fái nýra. Þannig þurfi fjöldi fólks að sætta sig við langa bið og um 4.500 manns sem annars mætti bjarga látist árlega vegna biðarinnar. Þeir segja biðina afar slæma fyrir þá sem þurfa nauðsynlega nýtt nýra, enda sé biðtíminn að meðaltali fjögur og hálft ár. Á þessu tímabili búi margir við slæm lífsgæði og þurfi að gangast undir himnuskiljun á blóði. Fyrir vikið geti margir ekki unnið og í ofanálag kosti himnuskiljun á biðtímanum að meðaltali 350.000 dollara. Hagfræðingarnir áætla að með nýrnamarkaði megi eyða þessum langa biðtíma og þeim reiknast til að gjafanýra geti kostað á bilinu 5.000-25.000 dollara. Það sé mun lægri kostnaður en fylgi sjúkrahúskostnaði og vinnutapi af völdum skemmdra nýrna þeirra sem þurfa á líffæragjöfinni að halda.Segja markaðsaðferðirnar ekki ósiðlegar Hagfræðingarnir benda á að margir leggist gegn slíku fyrirkomulagi vegna þess að það feli í sér sölu fólks á líkamshlutum úr sjálfu sér. Mörgum þyki það siðlaust. Að þeirra mati stendur valið hins vegar á milli þess að láta fjölda fólks kveljast og deyja árlega eða heimila fólki að selja úr sér líffæri og bæta þannig lífsgæði og lífslíkur annarra. Þá telja þeir slíkt fyrirkomulag ekki koma sér verr fyrir fátæka heldur en aðra, þó að þeir segji að fátækir yrðu líklegastir til að selja úr sér líffærin. Það sé vegna þess að skortur á gjafalíffærum komi lang verst niður á hinum fátæku, vegna þess að efnamiklir geti á ýmsa vegu komist framar í biðröðum eða hreinlega farið til annarra landa til að komast hjá þeim. Að endingu segja hagfræðingarnir: „Fyrr en varir myndu kostir þess að heimila greiðslu fyrir líffæri verða augljósir. Þegar þangað yrði komið myndi fólk velta fyrir sér hvers vegna svona langan tíma hafi tekið að innleiða jafn skynsamlega og augljósa lausn og raun ber vitni við skorti á líffærum til ígræðslu."
Nóbelsverðlaun Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira