Bæði lið Íslands og Austurríkis æfðu í Höllinni í Herning í dag og fengu að kynnast aðstæðum en leikurinn á morgun hefst klukkan 17.15 en hann er annar leikur dagsins. Á undan spila Ungverjaland og Makedónía.
Það vakti vissulega athygli að Patrekur Jóhannesson tók þátt í upphitunarfótboltanum á æfingu Austurríkismanna og gaf ekkert eftir.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Jyske Bank Boxen í Herning í dag og náði myndum af æfingum beggja liða. Þessar skemmtilegu myndir má sjá hér fyrir ofan og neðan.






