McIlroy í toppbaráttunni í Abu Dhabi Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. janúar 2014 19:30 Norður-Írinn Rory McIlroy er á meðal efstu manna eftir annan keppnisdag á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni í golfi. McIlroy er í fjórða sæti á samtals sjö höggum undir pari en hann lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello og Skotinn Lee Craig eru jafnir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Englendingurinn Danny Willett kemur höggi þar á eftir. Það gekk hvorki né rak hjá McIlroy í þessu móti á síðasta ári en þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þegar þú hefur sjálfstraust með drævernum þá tekur það mikla pressu af þér. Ég setti niður nokkur góð pútt á seinni níu holunum og tel mig eiga mjög góðan möguleika á sigri,“ sagði McIlroy.Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn í Abu Dhabi.Mynd/APMickelson örugglega áfram Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 70 höggum í dag. Hann er í 40. sæti þegar mótið er hálfnað. Spánverjinn Sergio Garcia gerði einnig vel með að komast áfram en hann lék á 68 höggum í dag og bætti sig um átta högg frá því í gær. Luke Donald og Martin Kaymer, sem báðir hafa náð efsta sætinu á heimslistanum, eru einnig komnir áfram. Svíinn Henrik Stenson er hins vegar úr leik eftir að hafa leikið á pari í dag. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Bein útsending frá þriðja hring hefst kl. 09:00 í fyrramálið. Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er á meðal efstu manna eftir annan keppnisdag á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni í golfi. McIlroy er í fjórða sæti á samtals sjö höggum undir pari en hann lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello og Skotinn Lee Craig eru jafnir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Englendingurinn Danny Willett kemur höggi þar á eftir. Það gekk hvorki né rak hjá McIlroy í þessu móti á síðasta ári en þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þegar þú hefur sjálfstraust með drævernum þá tekur það mikla pressu af þér. Ég setti niður nokkur góð pútt á seinni níu holunum og tel mig eiga mjög góðan möguleika á sigri,“ sagði McIlroy.Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn í Abu Dhabi.Mynd/APMickelson örugglega áfram Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 70 höggum í dag. Hann er í 40. sæti þegar mótið er hálfnað. Spánverjinn Sergio Garcia gerði einnig vel með að komast áfram en hann lék á 68 höggum í dag og bætti sig um átta högg frá því í gær. Luke Donald og Martin Kaymer, sem báðir hafa náð efsta sætinu á heimslistanum, eru einnig komnir áfram. Svíinn Henrik Stenson er hins vegar úr leik eftir að hafa leikið á pari í dag. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Bein útsending frá þriðja hring hefst kl. 09:00 í fyrramálið.
Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira