Real Madrid vann sannfærandi 5-0 sigur á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni. Þar með jafna liðið toppliðin Atletico Madrid og Barcelona að stigum.
Cristiano Ronaldo kom Real Madrid á bragðið og Gareth Bale jók muninn með marki beint úr aukaspyrnu. Karim Benzema kom svo Madrídingum í 3-0 forystu áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Það var hans 100. mark fyrir félagið.
Angel Di Maria og Alvaro Morata bættu við mörkum í síðari hálfleik og tryggðu þar með sannfærandi sigur Real Madrid.
Atletico Madrid og Barcelona eiga bæði leik til góða um helgina.
Real Madrid fór á kostum

Mest lesið
Fleiri fréttir
