FH-ingurinn Kristinn Torfason fær væna samkeppni utan úr heimi í langstökkskeppni Reykjavik International Games í Laugardalshöll á sunnudaginn.
Daninn Morten Jensen hefur boðað komu sína á leikana. Enginn Dani hefur stokkið lengra en Jensen en landsmet hans frá árinu 2005 er 8,25 metrar. Hann fékk brons á EM innanhúss árið 2011 þegar hann stökk 7,64 metra.
Danier Gariner frá Bretlandi er efnilegur stökkvari sem hefur verið að bæta sig undanfarin ár. Hann á best 7,58 metra frá því í fyrra en hann er einnig öflugur hlaupari líkt og Kristinn. Þá ku hann vera með svarta beltið í júdó og bæði öflugur sundkappi og knattspyrnumaður.
Kristinn hefur staðið uppi sem sigurvegari á leikunum undanfarin tvö ár. Hans besti árangur innanhúss er 7,77 metrar frá árinu 2011. Hann stökk lengst 7,63 metra í fyrra. Íslandsmetið innanhúss sem utanhúss er í eigu Jóns Arnars Magnússonar. 8,00 metrar er met Jóns Arnars utanhúss en 7,82 metrar innandyra.
Keppni í langstökki hefst á sunnudaginn klukkan 13.15 í frjálsíþróttasal Laugardalshallar.
Kristinn Torfa mætir Dana og Breta
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn






„Holan var of djúp“
Körfubolti
