Ríkissaksóknari vill svör frá innanríkisráðuneytinu Jóhannes Stefánsson skrifar 11. janúar 2014 16:45 Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna málsins. mynd/Stefán Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna minnisblaðs um málefni Tony Omos og barnsmóður hans, Evelyn Glory Joseph. Í minnisblaðinu kemur fram að Tony sé grunaður um mansal, eins og kom fram í frétt Vísis í nóvember. Lögmaður Evelyn Glory Joseph hefur kært innanríkisráðherra til ríkissaksóknara sem hefur í kjölfarið óskað eftir upplýsingum hjá ráðuneytinu vegna málsins. Kæran er komin til vegna gruns um að minnisblaði hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu, en í minnisblaðinu er meðal annars greint frá því að Tony Omos sé grunaður um mansal.DV greindi frá því í gær að Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos, hefði kært Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og starfsmenn innanríkisráðuneytisins til lögreglu. Telur lögmaðurinn að Tony hafi verið beittur ranglæti stjórnvalds við úrlausn eða meðferð máls, auk þess sem hann telur Tony hafa orðið fyrir ærumeiðingum og aðdróttunum af hálfu innanríkisráðuneytisins. Meint brot kunna að varða við sjö ákvæði hegningarlaga.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur neitað því að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember: „Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu." Hún hefur beðist undan málinu í fjölmiðlum og neitaði að svara spurningum Reykjavík vikublaðs eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þetta kemur fram í frétt í Reykjavík vikublaði í dag. Hvorki náðist í innanríkisráðherra né ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.Uppfært:Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir það ekki rétt að ríkissaksóknari hafi krafið innanríkisráðherra svara. Ríkissaksóknari hafi sent fyrirspurn til ráðuneytisins eftir að lögregla sendi kæru frá lögmanni konunnar til þess að meta hvort skoða eigi málið. Málið sé í því ferli núna. Lekamálið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna minnisblaðs um málefni Tony Omos og barnsmóður hans, Evelyn Glory Joseph. Í minnisblaðinu kemur fram að Tony sé grunaður um mansal, eins og kom fram í frétt Vísis í nóvember. Lögmaður Evelyn Glory Joseph hefur kært innanríkisráðherra til ríkissaksóknara sem hefur í kjölfarið óskað eftir upplýsingum hjá ráðuneytinu vegna málsins. Kæran er komin til vegna gruns um að minnisblaði hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu, en í minnisblaðinu er meðal annars greint frá því að Tony Omos sé grunaður um mansal.DV greindi frá því í gær að Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos, hefði kært Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og starfsmenn innanríkisráðuneytisins til lögreglu. Telur lögmaðurinn að Tony hafi verið beittur ranglæti stjórnvalds við úrlausn eða meðferð máls, auk þess sem hann telur Tony hafa orðið fyrir ærumeiðingum og aðdróttunum af hálfu innanríkisráðuneytisins. Meint brot kunna að varða við sjö ákvæði hegningarlaga.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur neitað því að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember: „Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu." Hún hefur beðist undan málinu í fjölmiðlum og neitaði að svara spurningum Reykjavík vikublaðs eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þetta kemur fram í frétt í Reykjavík vikublaði í dag. Hvorki náðist í innanríkisráðherra né ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.Uppfært:Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir það ekki rétt að ríkissaksóknari hafi krafið innanríkisráðherra svara. Ríkissaksóknari hafi sent fyrirspurn til ráðuneytisins eftir að lögregla sendi kæru frá lögmanni konunnar til þess að meta hvort skoða eigi málið. Málið sé í því ferli núna.
Lekamálið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira