Uppselt í Hítará Karl Lúðvíksson skrifar 29. janúar 2014 10:08 Það eru margir flottir veiðistaðir í Hítará Mynd/svfr.is Veiðileyfasala gengur mun betur fyrir komandi sumar heldur en í fyrra og er svo komið að uppselt er í margar vinsælli árnar. Hítará sem dæmi, hefur alltaf verið vinsæl hjá félagsmönnum SVFR og félagsmenn hafa gjarnan notað A leyfin til að eiga sem mesta möguleika á leyfi í ánni. En það er greinilegt að umsóknarþunginn hefur verið gríðarlega mikill því samkvæmt okkar heimildum eru allar stangir seldar fyrir sumarið. Hjá SVFR hefur gengið mjög vel að selja veiðileyfi og eins er mikil sala hjá Lax-Á og Hreggnasa. Eftirspurn eftir 2-3 stanga ám er mikil og það er greinilegt að einhver breyting er að verða á því hvernig íslenskir veiðimenn bóka sína veiði. Erlendum veiðimönnum er farið að fjölga aftur og skýrir það að hluta til aukna sölu á veiðileyfum en fyrir utan þann hóp sem kemur hingað til að veiða lax er líka mikil fjölgun hjá erlendum veiðimönnum sem koma til landsins ganggert til að stunda ódýra vatnaveiði. Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði
Veiðileyfasala gengur mun betur fyrir komandi sumar heldur en í fyrra og er svo komið að uppselt er í margar vinsælli árnar. Hítará sem dæmi, hefur alltaf verið vinsæl hjá félagsmönnum SVFR og félagsmenn hafa gjarnan notað A leyfin til að eiga sem mesta möguleika á leyfi í ánni. En það er greinilegt að umsóknarþunginn hefur verið gríðarlega mikill því samkvæmt okkar heimildum eru allar stangir seldar fyrir sumarið. Hjá SVFR hefur gengið mjög vel að selja veiðileyfi og eins er mikil sala hjá Lax-Á og Hreggnasa. Eftirspurn eftir 2-3 stanga ám er mikil og það er greinilegt að einhver breyting er að verða á því hvernig íslenskir veiðimenn bóka sína veiði. Erlendum veiðimönnum er farið að fjölga aftur og skýrir það að hluta til aukna sölu á veiðileyfum en fyrir utan þann hóp sem kemur hingað til að veiða lax er líka mikil fjölgun hjá erlendum veiðimönnum sem koma til landsins ganggert til að stunda ódýra vatnaveiði.
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði