Lewis Hamilton fékk enga draumabyrjun á nýju keppnistímabil í Formúlu 1 en hann ók á vegg á fyrsta degi æfinga á Jerez á Spáni.
Mercedes, lið Hamilton, var eitt þeirra liða sem kynntu nýjan bíl til sögunnar í dag en bilun í fremri væng mun hafa valdið árekstrinum í dag.
Hamilton slasaðist ekki í árekstrinum en fremri vængur bílsins mun hafa losnað af áður en hann missti stjórn á bílnum og ók á vegg í fyrstu beygju brautarinnar.
Hamilton er 29 ára gamall og varð heimsmeistari í Formúlu 1 með keppnisliði McLaren árið 2008.
Hamilton ók á vegg á fyrsta degi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn


Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



