Fótbolti

Barcelona á toppinn á ný

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Vísir/Getty
Barcelona lagði Malaga 3-0 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Barcelona var 1-0 yfir í hálfleik.

Það tók Barcelona 40 mínútur að brjóta ísinn en þá skoraði Gerard Piqué eftir hornspyrnu.

Malaga fékk fínt færi áður en Barcelona skoraði en í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda.

Barcelona sótti af miklum þunga frá upphafi hálfleiksins en Pedro skoraði á 55. mínútu. Sex mínútum síðar bætti Alexis Sánchez þriðja markinu við og úrslitin svo gott sem ráðin.

Malaga náði aldrei að ógna Barcelona sem hélt boltanum nánast það sem eftir lifði leiks án þess að leggja mikinn þunga í sóknarleikinn eftir þriðja markið.

Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 54 stig, jafn mörg stig og Atletico Madrid sem lagði Rayo Vallecano 4-2 fyrr í kvöld en með betri markamun. Real Madrid er stigi á eftir í þriðja sæti eftir 21 umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×