„Wild Boys“ opinbera kylfuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. janúar 2014 08:00 Það var engin tilviljun að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti í viðtal hjá Bloomberg á fimmtudag sl. til að segja að engar viðræður væru eða yrðu á dagskrá við kröfuhafa föllnu bankanna. Þetta var í raun óvitlaus taktík ráðherrans því ríkisstjórnin er löngu búin að opinbera „kylfuna“ frægu úr kosningabaráttunni. Bankaskatturinn er kylfan. 0,376 prósenta skattur á skuldir fjármálafyrirtækja og fjármálafyrirtækja í slitameðferð, sem síðasta ríkisstjórn taldi óraunhæft skattandlag, er aðferðafræði ríkisstjórnarinnar til að knýja fram „högg“ hjá kröfuhöfum föllnu bankanna. Þessu 80 milljarða króna höggi er síðan ætlað að greiða fyrir niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðislánum. Gjaldeyrishöft verða aldrei afnumin nema eigendur þrotabúa Kaupþings og Glitnis, þ.e kröfuhafarnir, taki á sig myndarlega niðurfærslu á krónueignum sínum sem hlaupa á hundruðum milljarða og ógna fjármálastöðugleika í landinu. Þetta er hið eiginlega og raunverulega „högg.“ Bankaskatturinn er útspil sem löggjafinn getur horfið frá hvenær sem er. Hinn 17. janúar var Barry Russell, lögmaður hjá Bingham McCutchen stofunni sem er ráðgjafi kröfuhafa föllnu bankanna, í viðtali við Reuters þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi varðandi nauðasamninga bankanna. Russell er einn af ráðgjöfum kröfuhafaráða bæði Kaupþings og Glitnis. Í sama viðtali gagnrýndi Matt Hinds, fjármálaráðgjafi hjá Talbot Hughes McKillop tómlæti stjórnvalda. "We have had no feedback from the other side yet," sagði hann, en Hinds vinnur fyrir kröfuhafaráð Glitnis. Það var skynsamlegt hjá forsætisráðherra að segja við Bloomberg: Það er ekkert að semja um. Og tímasetningin á viðtalinu var engin tilviljun. Þannig er boltinn í raun hjá kröfuhöfum. Fyrr í haust gerði slitastjórn Glitnis tvívegis heiðarlegar tilraunir til þess að koma nauðasamningum bankans í gegn. Í bæði skiptin voru viðbrögð Seðlabankans, sem lögum samkvæmt á að gæta að fjármálastöðugleika á Íslandi, á þá lund að ekki væri um eiginlegar viðræður að ræða heldur þyrftu þrotabú bankanna að senda umsóknir um undanþágur sem uppfylltu skilyrði laga um gjaldeyrismál. Svör forsætisráðherra hjá Bloomberg eru efnislega sama sinnis. Ekki séu eiginlegar viðræður í gangi við kröfuhafa föllnu bankanna og slíkar viðræður séu ekki á dagskrá. Þetta er bara samningatækni. Forsætisráðherrann er að reyna að þrýsta kröfuhöfunum að samningaborðinu hjá Seðlabankanum með því að segja að það standi ekki til að ræða við þá. Þannig skildi sá sem þetta ritar viðtalið. Frumkvæði að högginu þurfi að koma þaðan, frá þrotabúunum og kröfuhafaráðunum. Þá verði aldrei hægt að segja að stjórnvöld hafi þrýst þeim í höggið sem þeir þurfa óhjákvæmilega að taka. Fordæmi um beina aðkomu stjórnvalda liggja fyrir sem hafa verið öðrum ríkjum víti til varnaðar, t.d í Argentínu. Þess vegna skiptir mjög miklu máli hver bein aðkoma stjórnvalda er að slíkum viðræðum, m.a. vegna álitaefna um bótaskyldu. Staðan er viðkvæm og hana þarf að meðhöndla eftir því. Ekki er ósennilegt að fjármálaráðherra hafi bak við luktar dyr komist að slíkri niðurstöðu enda var hann í lögmennsku áður en hann settist á þing fyrir rúmum áratug og kom að samningagerð fyrir íslensk stórfyrirtæki.Fjármálaráðherra og forsætisráðherra vita að þeir geta alltaf lagt það til innan sinna þingflokka að afnema löggjöf um bankaskattinn ef aðrar fjármögnunarleiðir eru fastar í hendi. Þeir geta m.ö.o hvílt kylfuna ef önnur betri býðst. Það er skynsamlegt að reyna að virkja sköpunargleði kröfuhafa þrotabúa Glitnis og Kaupþings um aðferðir til að hleypa nauðasamningum og þar með krónueignum í gegn. Slíkri sköpunargleði er ekki til að dreifa hjá slitastjórnum bankanna. Að minnsta kosti ekki Kaupþings sem ekki hefur gert tilraunir, sem opinberlega er vitað um, til að fá Seðlabankann til að samþykkja nauðasamninga. Báðar slitastjórnirnar hafa setið að kjötkötlunum frá hruni og á sama tíma fengið í gegn umdeildar lagabreytingar til að framlengja uppgjör þrotabúanna. Tenging hagsmuna einstaklinganna sem stýra þrotabúunum við slíkar breytingar er augljós því þeir geta rukkað áfram á kostnað kröfuhafanna. Slitastjórnir Kaupþings og Glitnis þurfa að fara að útskýra fyrir kröfuhöfum að þessir nauðasamningar fara ekki í gegn fyrr en þeir afskrifa krónueignirnar, en rætt hefur verið um allt að 75 prósenta niðurfærslu í þeim efnum. Þannig að boltinn er alltaf hjá þrotabúunum, ekki stjórnvöldum. Að því leyti er stöðumat fjármálaráðherra og forsætisráðherra rétt. Og á meðan sitja kröfuhafarnir fastir inni í höftum og slitastjórnirnar geta rukkað þá áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það var engin tilviljun að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti í viðtal hjá Bloomberg á fimmtudag sl. til að segja að engar viðræður væru eða yrðu á dagskrá við kröfuhafa föllnu bankanna. Þetta var í raun óvitlaus taktík ráðherrans því ríkisstjórnin er löngu búin að opinbera „kylfuna“ frægu úr kosningabaráttunni. Bankaskatturinn er kylfan. 0,376 prósenta skattur á skuldir fjármálafyrirtækja og fjármálafyrirtækja í slitameðferð, sem síðasta ríkisstjórn taldi óraunhæft skattandlag, er aðferðafræði ríkisstjórnarinnar til að knýja fram „högg“ hjá kröfuhöfum föllnu bankanna. Þessu 80 milljarða króna höggi er síðan ætlað að greiða fyrir niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðislánum. Gjaldeyrishöft verða aldrei afnumin nema eigendur þrotabúa Kaupþings og Glitnis, þ.e kröfuhafarnir, taki á sig myndarlega niðurfærslu á krónueignum sínum sem hlaupa á hundruðum milljarða og ógna fjármálastöðugleika í landinu. Þetta er hið eiginlega og raunverulega „högg.“ Bankaskatturinn er útspil sem löggjafinn getur horfið frá hvenær sem er. Hinn 17. janúar var Barry Russell, lögmaður hjá Bingham McCutchen stofunni sem er ráðgjafi kröfuhafa föllnu bankanna, í viðtali við Reuters þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi varðandi nauðasamninga bankanna. Russell er einn af ráðgjöfum kröfuhafaráða bæði Kaupþings og Glitnis. Í sama viðtali gagnrýndi Matt Hinds, fjármálaráðgjafi hjá Talbot Hughes McKillop tómlæti stjórnvalda. "We have had no feedback from the other side yet," sagði hann, en Hinds vinnur fyrir kröfuhafaráð Glitnis. Það var skynsamlegt hjá forsætisráðherra að segja við Bloomberg: Það er ekkert að semja um. Og tímasetningin á viðtalinu var engin tilviljun. Þannig er boltinn í raun hjá kröfuhöfum. Fyrr í haust gerði slitastjórn Glitnis tvívegis heiðarlegar tilraunir til þess að koma nauðasamningum bankans í gegn. Í bæði skiptin voru viðbrögð Seðlabankans, sem lögum samkvæmt á að gæta að fjármálastöðugleika á Íslandi, á þá lund að ekki væri um eiginlegar viðræður að ræða heldur þyrftu þrotabú bankanna að senda umsóknir um undanþágur sem uppfylltu skilyrði laga um gjaldeyrismál. Svör forsætisráðherra hjá Bloomberg eru efnislega sama sinnis. Ekki séu eiginlegar viðræður í gangi við kröfuhafa föllnu bankanna og slíkar viðræður séu ekki á dagskrá. Þetta er bara samningatækni. Forsætisráðherrann er að reyna að þrýsta kröfuhöfunum að samningaborðinu hjá Seðlabankanum með því að segja að það standi ekki til að ræða við þá. Þannig skildi sá sem þetta ritar viðtalið. Frumkvæði að högginu þurfi að koma þaðan, frá þrotabúunum og kröfuhafaráðunum. Þá verði aldrei hægt að segja að stjórnvöld hafi þrýst þeim í höggið sem þeir þurfa óhjákvæmilega að taka. Fordæmi um beina aðkomu stjórnvalda liggja fyrir sem hafa verið öðrum ríkjum víti til varnaðar, t.d í Argentínu. Þess vegna skiptir mjög miklu máli hver bein aðkoma stjórnvalda er að slíkum viðræðum, m.a. vegna álitaefna um bótaskyldu. Staðan er viðkvæm og hana þarf að meðhöndla eftir því. Ekki er ósennilegt að fjármálaráðherra hafi bak við luktar dyr komist að slíkri niðurstöðu enda var hann í lögmennsku áður en hann settist á þing fyrir rúmum áratug og kom að samningagerð fyrir íslensk stórfyrirtæki.Fjármálaráðherra og forsætisráðherra vita að þeir geta alltaf lagt það til innan sinna þingflokka að afnema löggjöf um bankaskattinn ef aðrar fjármögnunarleiðir eru fastar í hendi. Þeir geta m.ö.o hvílt kylfuna ef önnur betri býðst. Það er skynsamlegt að reyna að virkja sköpunargleði kröfuhafa þrotabúa Glitnis og Kaupþings um aðferðir til að hleypa nauðasamningum og þar með krónueignum í gegn. Slíkri sköpunargleði er ekki til að dreifa hjá slitastjórnum bankanna. Að minnsta kosti ekki Kaupþings sem ekki hefur gert tilraunir, sem opinberlega er vitað um, til að fá Seðlabankann til að samþykkja nauðasamninga. Báðar slitastjórnirnar hafa setið að kjötkötlunum frá hruni og á sama tíma fengið í gegn umdeildar lagabreytingar til að framlengja uppgjör þrotabúanna. Tenging hagsmuna einstaklinganna sem stýra þrotabúunum við slíkar breytingar er augljós því þeir geta rukkað áfram á kostnað kröfuhafanna. Slitastjórnir Kaupþings og Glitnis þurfa að fara að útskýra fyrir kröfuhöfum að þessir nauðasamningar fara ekki í gegn fyrr en þeir afskrifa krónueignirnar, en rætt hefur verið um allt að 75 prósenta niðurfærslu í þeim efnum. Þannig að boltinn er alltaf hjá þrotabúunum, ekki stjórnvöldum. Að því leyti er stöðumat fjármálaráðherra og forsætisráðherra rétt. Og á meðan sitja kröfuhafarnir fastir inni í höftum og slitastjórnirnar geta rukkað þá áfram.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun