Garcia tryggði sér sigur eftir þrjá bráðabana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 14:03 Spánverjinn Sergio Garcia vann dramatískan sigur á Katar Masters mótinu í golfi sem lauk eystra fyrir stundu. Garcia spilaði þriðja og síðasta hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari sem sendi hann í bráðabana ásamt Finnanum Mikko Ilonen. Finninn spilaði hringinn í dag á sex höggum undir pari eða á 66 höggum. Garcia lauk því leik á sextán höggum undir pari samanlagt en þrefaldan bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara. Garcia bjargaði sér með frábæru höggi úr glompu í bráðabananum og hafði svo sigur er átjánda holan var leikin þriðja sinni. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Spánverjann sem komst afar nálægt því að vinna mótið í fyrra. Allt stefndi í sigur hans þar til Chris Wood nældi í örn á lokaholunni og tryggði sér sigur. Daninn Thorbjörn Olesen spilaði hringinn í dag á 68 höggum eða fjórum undir pari. Hann lauk leik samanlagt á 15 undir pari. Mótið var í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Ríkharð Óskar Guðnason lýsti mótinu. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Spánverjinn Sergio Garcia vann dramatískan sigur á Katar Masters mótinu í golfi sem lauk eystra fyrir stundu. Garcia spilaði þriðja og síðasta hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari sem sendi hann í bráðabana ásamt Finnanum Mikko Ilonen. Finninn spilaði hringinn í dag á sex höggum undir pari eða á 66 höggum. Garcia lauk því leik á sextán höggum undir pari samanlagt en þrefaldan bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara. Garcia bjargaði sér með frábæru höggi úr glompu í bráðabananum og hafði svo sigur er átjánda holan var leikin þriðja sinni. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Spánverjann sem komst afar nálægt því að vinna mótið í fyrra. Allt stefndi í sigur hans þar til Chris Wood nældi í örn á lokaholunni og tryggði sér sigur. Daninn Thorbjörn Olesen spilaði hringinn í dag á 68 höggum eða fjórum undir pari. Hann lauk leik samanlagt á 15 undir pari. Mótið var í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Ríkharð Óskar Guðnason lýsti mótinu.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira