Spánarmeistarar Barcelona gerðu góða ferð til Valencia í Konungsbikarnum í kvöld og unnu 4-1 sigur.
Heimamenn komust yfir eftir hálftímaleik með marki Nabil El Zhar og leiddu í hálfleik. 19 þúsund stuðningsmenn, flestir á bandi heimamanna, vonuðust vafalítið eftir bikarævintýri en sjálfsmark Juanfran á 53. mínútu kom Börsungum inn í leikinn.
Lionel Messi lagði svo upp þrjú mörk á innan við hálftíma fyrir Cristian Tello og þriggja marka sigur Börsunga staðreynd.
Um fyrri viðureign liðanna í bikarnum var að ræða. Liðin mætast öðru sinni á Nývangi í Katalóníu eftir viku. Sigurliðið tryggir sér sæti í undanúrslitum keppninnar.
Fyrr í kvöld vann Real Sociedad 3-1 heimasigur á Racing Santander í fyrri leik liðanna í sömu keppni.
Tvíeykið Messi og Tello sá um Levante
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
