Stokkseyrarmálið fyrir héraðsdómi: „Tilviljun ein að hér varð ekki mannsbani af“ Jóhannes Stefánsson skrifar 21. janúar 2014 13:29 Úr dómsal. Vísir/GVA „Hann hafði sér ekkert til sakar unnið. Það var átakanlegt að hlusta á framburð brotaþola þegar hann sagði frá því hvernig hann var nakinn bundinn við burðarbita, með mél í munninum og með ofskynjanir. Þá voru árásarmennirnir ítrekað búnir að klifa á því að það væri ekkert mál að láta menn hverfa. Þá hafi hann í raun verið búinn að sætta sig við að hann myndi deyja,“ sagði lögmaður annars brotaþola í málflutningsræðu sinni í aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu. Hann segir aðfarir ákærðu í málinu hafa verið slíkar að hending ein sé að hann sé enn á lífi. Vegna tjóns sem brotaþolinn varð fyrir krefst lögmaður hans miskabóta að fjárhæð fimm milljóna króna.„Ásetningurinn var einstaklega einbeittur. Árásarmennirnir voru margir og létu sér ekkert segjast. Miskunnarleysi þeirra var algjört,“ segir lögmaðurinn. Brotaþoli var samkvæmt ákæru og málflutningi réttargæslumannsins barinn á hrottafenginn hátt með bareflum, stunginn með skrúfjárni, bundinn svo hann gæti ekki borið fyrir sig hendi, látinn gleypa hnefafylli af óþekktum lyfjum og sprautaður í rass með óþekktu lyfi. Þá var kveikt í kynfærum hans og bringu og hann pyntaður svo klukkustundum skipti, áður en honum var sleppt. Þá þurfti hann að gangast undir aðgerð vegna brotinna tanna eftir barsmíðar af hálfu ákærðu. „Það var tilviljun ein sem réði því, að hér varð ekki mannsbani af,“ sagði lögmaðurinn. Stokkseyrarmálið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Hann hafði sér ekkert til sakar unnið. Það var átakanlegt að hlusta á framburð brotaþola þegar hann sagði frá því hvernig hann var nakinn bundinn við burðarbita, með mél í munninum og með ofskynjanir. Þá voru árásarmennirnir ítrekað búnir að klifa á því að það væri ekkert mál að láta menn hverfa. Þá hafi hann í raun verið búinn að sætta sig við að hann myndi deyja,“ sagði lögmaður annars brotaþola í málflutningsræðu sinni í aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu. Hann segir aðfarir ákærðu í málinu hafa verið slíkar að hending ein sé að hann sé enn á lífi. Vegna tjóns sem brotaþolinn varð fyrir krefst lögmaður hans miskabóta að fjárhæð fimm milljóna króna.„Ásetningurinn var einstaklega einbeittur. Árásarmennirnir voru margir og létu sér ekkert segjast. Miskunnarleysi þeirra var algjört,“ segir lögmaðurinn. Brotaþoli var samkvæmt ákæru og málflutningi réttargæslumannsins barinn á hrottafenginn hátt með bareflum, stunginn með skrúfjárni, bundinn svo hann gæti ekki borið fyrir sig hendi, látinn gleypa hnefafylli af óþekktum lyfjum og sprautaður í rass með óþekktu lyfi. Þá var kveikt í kynfærum hans og bringu og hann pyntaður svo klukkustundum skipti, áður en honum var sleppt. Þá þurfti hann að gangast undir aðgerð vegna brotinna tanna eftir barsmíðar af hálfu ákærðu. „Það var tilviljun ein sem réði því, að hér varð ekki mannsbani af,“ sagði lögmaðurinn.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira