Frænka Tiger Woods vann ástralska meistaramótið Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. febrúar 2014 20:15 vísir/getty Cheyenne Woods vann sitt fyrsta stórmót á ferlinum þegar hún vann ástralska meistaramót kvenna í golfi um helgina. Hún er frænka Tiger Woods sem sjálfur hefur unnið 14 stórmót á ferlinum og á greinilega ekki langt að sækja hæfileikana. Hin 23 ára gamla Woods lék lokahringinn á Royal Pines vellinum á 69 höggum eða fjórum undir pari og vann með tveggja högga mun. „Þetta er stór áfangi fyrir mig,“ sagði Woods eftir sigurinn. „Ég er búin að vera atvinnumaður í tvö ár og fólk hefur mest litið á mig sem frænku Tiger Woods. Nú hef ég unnið mitt fyrsta mót og það er spennandi. „Nú get ég sagt við fólk að ég get leikið. Ég er ekki bara nafnið,“ sagði Woods sem neitar því ekki að pressa fylgi nafninu. „Sviðsljósið hefur verið á mér en ég vissi alltaf að ég gæti unnið. Það er þungu fargi af mér létt því nú vita allir hvað ég get, ekki bara ég,“ sagði Woods sem tryggði sér sigurinn með því að fá þrjá fugla á sex síðustu holunum. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Cheyenne Woods vann sitt fyrsta stórmót á ferlinum þegar hún vann ástralska meistaramót kvenna í golfi um helgina. Hún er frænka Tiger Woods sem sjálfur hefur unnið 14 stórmót á ferlinum og á greinilega ekki langt að sækja hæfileikana. Hin 23 ára gamla Woods lék lokahringinn á Royal Pines vellinum á 69 höggum eða fjórum undir pari og vann með tveggja högga mun. „Þetta er stór áfangi fyrir mig,“ sagði Woods eftir sigurinn. „Ég er búin að vera atvinnumaður í tvö ár og fólk hefur mest litið á mig sem frænku Tiger Woods. Nú hef ég unnið mitt fyrsta mót og það er spennandi. „Nú get ég sagt við fólk að ég get leikið. Ég er ekki bara nafnið,“ sagði Woods sem neitar því ekki að pressa fylgi nafninu. „Sviðsljósið hefur verið á mér en ég vissi alltaf að ég gæti unnið. Það er þungu fargi af mér létt því nú vita allir hvað ég get, ekki bara ég,“ sagði Woods sem tryggði sér sigurinn með því að fá þrjá fugla á sex síðustu holunum.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira