Elín Melgar og Aron Teitsson, bæði úr Gróttu, urðu í gær Íslandsmeistarar í klassískum kraftlyftingum.
Keppt var á Ísafirði í gær en í greininni er keppt án útbúnaðar. Grótta varð þar að auki stigahæsta keppnisliðið.
Tinna Rut Traustadóttir, Gróttu og Rósa Birgisdóttir, Stokkseyri, komu næstar í kvennaflokki en í karlaflokki urðu Sigfús Fossdal, KFV og Dagfinnur Normann, Stjörnunni, í næstu sætum.
Úrslit mótsins má finna hér.
