Adel Taarabt skoraði í sínum fyrsta leik með AC Milan á Ítalíu en það dugði skammt í leik liðsins gegn Napoli í kvöld.
Taarabt var aðeins átta mínútur að koma AC Milan yfir en hann kom til félagsins sem lánsmaður frá QPR fyrir rúmri viku síðan.
Gökhan Inler jafnaði metin fyrir Napoli aðeins þremur mínútum eftir mark Taarabt og Gonzalo Higuain tryggði liðinu svo sigurinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik.
Napoli er í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, tólf stigum á eftir toppliði Juventus. AC Milan er í tíunda sætinu með 29 stig.
Fyrr í dag vann Fiorentina 2-0 sigur á Atalanta og Udinese hafði betur gegn Chievo, 3-0.
Higuain tryggði Napoli sigur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Hrósuðu Alexander Rafni: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“
