Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Elimar Hauksson skrifar 8. febrúar 2014 17:45 Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að lögmenn Hjördísar hafi ekki tjáð sig um málið í fjölmiðlum þar sem um vikvæm persónuleg mál sé að ræða. Eigi að síður neyðist þeir nú til að mótmæla röngum fullyrðingum, sem hafðar séu eftir Láru V. Júlíusdóttur hrl. í Fréttablaðinu í morgun, og segja þeir að svo virðist sem Lára gangi út frá því að maðurinn geti birst hér á landi með danskan undirréttardóm í farteskinu og fengið sér afhent börnin tafarlaust og án undangenginnar málsmeðferðar fyrir íslenskum dómstólum.Einnig kemur fram að Hjördís sitji ekki lengur í gæsluvarðhaldi. Hún hafi aftur á móti verið sett í farbann í Danmörku í fjórar vikur á meðan mál hennar, er varðar för hennar með börn sín til Íslands síðastliðið sumar, er til meðferðar fyrir dómstólnum. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var á miðvikudaginn sótt hingað til lands af tveimur dönskum lögreglumönnum og flutt til Danmerkur eftir að norræn handtökuskipun var gefin út á hendur henni. Hjördís er ákærð fyrir mannrán eftir að hafa flutt dætur sínar ólöglega brott frá Danmörku til Íslands í ágúst síðastliðnum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen, og hefur nú í fjórgang flutt börnin ólöglega frá Danmörku. Danskir dómstólar veittu Laursen fullt forræði yfir börnunum árið 2012. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan: Dómari í Horsens í Danmörku hafnaði í gær kröfu lögreglu og ákæruvalds þar í landi þess efnis að Hjördís Svan Aðalheiðardóttir skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Þess í stað var hún sett í farbann í Danmörku í fjórar vikur á meðan mál hennar, er varðar för hennar með börn sín til Íslands sl. sumar, er til meðferðar fyrir dómstólnum. Lögmaður Hjördísar Svan í Danmörku, Thomas Berg, telur hugsanlegt að hún verði komin heim til Íslands innan þessa tíma. Telur hann góðar líkur á sýknu þar sem Hjördísi Svan hafi ekki aðeins verið rétt heldur skylt á grundvelli nauðvarnar, að forða börnunum úr þeim aðstæðum sem þau bjuggu við. Mun þess verða krafist að nýleg gögn er varða meint harðræði verði tekin til umfjöllunar ekkert síður en kæra föðurs um brottnám barnanna. Mál þetta hefur ekki verið flutt í fjölmiðlum af hálfu undirritaðra lögmanna þar sem um viðkvæm persónuleg mál er að ræða. Eigi að síður neyðumst við undirrituð nú til að mótmæla röngum fullyrðingum, sem hafðar eru eftir Láru V. Júlíusdóttur hrl. í Fréttablaðinu í morgun, en hún virðist ganga út frá því að maðurinn geti birst hér á landi með danskan undirréttardóm í farteskinu og fengið sér afhent börnin tafarlaust og án undangenginnar málsmeðferðar fyrir íslenskum dómstólum. Hjördís Svan og börn hennar máttu sæta slíkri ólögmætri aðför sumarið 2012 þar sem ekki var farið að lögum við framkvæmdina af hálfu íslenskra yfirvalda. Þetta hefur Innanríkisráðuneytið staðfest með bréfi sínu til sýslumannanna á Höfn og í Kópavogi frá 23. ágúst 2013 sl. Sú lögleysa verður ekki endurtekin. Athygli vekur að lögmaðurinn skuli vera með einhverjar slíkar bollaleggingar og vekur þá spurningu: Hvers vegna vill faðirinn forðast að fara í svokallað „brottnámsmál“ á grundvelli laga um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. nr. 160/1995 ? Í slíku máli gefst báðum aðilum færi á að flytja mál sitt og leggja fram gögn málstað sínum til stuðnings. Varðandi þá túlkun lögmannsins að barnaverndaryfirvöld eigi tafarlaust að taka börnin frá móðurfjölskyldunni skal því einnig mótmælt þar sem þau eiga ekki aðkomu að málum þar sem enginn ágreiningur er um að velferð barnanna er borgið. Börnin hafa fengið skínandi vitnisburði frá íslenskum skólayfirvöldum þar sem fram kemur að þau hafi haft góðan framgang í námi og búið við gott atlæti. Reykjavík, 8. febrúar 2014 Lögmenn Höfðabakka Hreinn Loftsson hrl. og Kristín Ólafsdóttir hdl. Hjördís Svan Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að lögmenn Hjördísar hafi ekki tjáð sig um málið í fjölmiðlum þar sem um vikvæm persónuleg mál sé að ræða. Eigi að síður neyðist þeir nú til að mótmæla röngum fullyrðingum, sem hafðar séu eftir Láru V. Júlíusdóttur hrl. í Fréttablaðinu í morgun, og segja þeir að svo virðist sem Lára gangi út frá því að maðurinn geti birst hér á landi með danskan undirréttardóm í farteskinu og fengið sér afhent börnin tafarlaust og án undangenginnar málsmeðferðar fyrir íslenskum dómstólum.Einnig kemur fram að Hjördís sitji ekki lengur í gæsluvarðhaldi. Hún hafi aftur á móti verið sett í farbann í Danmörku í fjórar vikur á meðan mál hennar, er varðar för hennar með börn sín til Íslands síðastliðið sumar, er til meðferðar fyrir dómstólnum. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var á miðvikudaginn sótt hingað til lands af tveimur dönskum lögreglumönnum og flutt til Danmerkur eftir að norræn handtökuskipun var gefin út á hendur henni. Hjördís er ákærð fyrir mannrán eftir að hafa flutt dætur sínar ólöglega brott frá Danmörku til Íslands í ágúst síðastliðnum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen, og hefur nú í fjórgang flutt börnin ólöglega frá Danmörku. Danskir dómstólar veittu Laursen fullt forræði yfir börnunum árið 2012. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan: Dómari í Horsens í Danmörku hafnaði í gær kröfu lögreglu og ákæruvalds þar í landi þess efnis að Hjördís Svan Aðalheiðardóttir skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Þess í stað var hún sett í farbann í Danmörku í fjórar vikur á meðan mál hennar, er varðar för hennar með börn sín til Íslands sl. sumar, er til meðferðar fyrir dómstólnum. Lögmaður Hjördísar Svan í Danmörku, Thomas Berg, telur hugsanlegt að hún verði komin heim til Íslands innan þessa tíma. Telur hann góðar líkur á sýknu þar sem Hjördísi Svan hafi ekki aðeins verið rétt heldur skylt á grundvelli nauðvarnar, að forða börnunum úr þeim aðstæðum sem þau bjuggu við. Mun þess verða krafist að nýleg gögn er varða meint harðræði verði tekin til umfjöllunar ekkert síður en kæra föðurs um brottnám barnanna. Mál þetta hefur ekki verið flutt í fjölmiðlum af hálfu undirritaðra lögmanna þar sem um viðkvæm persónuleg mál er að ræða. Eigi að síður neyðumst við undirrituð nú til að mótmæla röngum fullyrðingum, sem hafðar eru eftir Láru V. Júlíusdóttur hrl. í Fréttablaðinu í morgun, en hún virðist ganga út frá því að maðurinn geti birst hér á landi með danskan undirréttardóm í farteskinu og fengið sér afhent börnin tafarlaust og án undangenginnar málsmeðferðar fyrir íslenskum dómstólum. Hjördís Svan og börn hennar máttu sæta slíkri ólögmætri aðför sumarið 2012 þar sem ekki var farið að lögum við framkvæmdina af hálfu íslenskra yfirvalda. Þetta hefur Innanríkisráðuneytið staðfest með bréfi sínu til sýslumannanna á Höfn og í Kópavogi frá 23. ágúst 2013 sl. Sú lögleysa verður ekki endurtekin. Athygli vekur að lögmaðurinn skuli vera með einhverjar slíkar bollaleggingar og vekur þá spurningu: Hvers vegna vill faðirinn forðast að fara í svokallað „brottnámsmál“ á grundvelli laga um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. nr. 160/1995 ? Í slíku máli gefst báðum aðilum færi á að flytja mál sitt og leggja fram gögn málstað sínum til stuðnings. Varðandi þá túlkun lögmannsins að barnaverndaryfirvöld eigi tafarlaust að taka börnin frá móðurfjölskyldunni skal því einnig mótmælt þar sem þau eiga ekki aðkomu að málum þar sem enginn ágreiningur er um að velferð barnanna er borgið. Börnin hafa fengið skínandi vitnisburði frá íslenskum skólayfirvöldum þar sem fram kemur að þau hafi haft góðan framgang í námi og búið við gott atlæti. Reykjavík, 8. febrúar 2014 Lögmenn Höfðabakka Hreinn Loftsson hrl. og Kristín Ólafsdóttir hdl.
Hjördís Svan Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira