Þegar enginn hlustar Andri Steinn Hilmarsson skrifar 8. febrúar 2014 11:00 Á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir viku var ég spurður hvers vegna ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessarar spurningar hef ég oft spurt sjálfan mig að. Stjórnmálaflokkur sem hampar sér fyrir að tala fyrir frelsi einstaklingsins en býr á sama tíma við linnulausa innanbúðar árekstra frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk. Ungt fólk hefur aldrei verið jafnt frjálslynt eins og í dag. Það segir sig því sjálft að flokkur sem jaðrar við að miða lagasetningu sína af kristnum gildum, forsjárhyggju og íhaldsemi er ekki flokkur sem talar til ungs fólks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki nýtt þau mörgu tækifæri sem hann hefur til höfða til ungs fólks. Heldur hefur hann, líkt og flestir stjórnmálaflokkar, komið fram við ungt fólk eins og að skoðanir þeirra og atkvæði skipti ekki máli. Að auki eru málefni ungs fólks nær alltaf látin mæta afgöngum. Hvergi, hvorki á þingi né í sveitarstjórn hefur flokkurinn verið málsvari ungs fólks. Við erum ekki spurð og á okkur er ekki hlustað þegar ákvarðanir eru teknar sem varða okkur beint. Það ætti því ekki að koma á óvart að þátttaka ungs fólks í bæði kosningum og stjórnmálum hefur farið snar minnkandi. Því það vill oft gerast að þegar ekki er hlustað, þá hættir maður að tala. Þau viðhorf og þær skoðanir sem við höfum þegar við erum ung eru sjónarmið sem einkennast oftar en ekki af frjálslyndi og róttækni. Það eru forréttindi sem við vöxum flest upp úr. Það þýðir þó ekki að þau viðhorf séu ekki jafn mikils verð og þau sem við höfum þegar lengra er komið á lífsleiðina. Öll mál eru okkar mál. Það ætti því að vera sjálfsögð krafa að fá að taka þátt í ákvarðanatökum sem munu móta framtíðina, því hún er okkar. Þrátt fyrir slæma ásýnd ungs fólks á flokknum, þá er sú spurning sem ég var spurður að á laugardaginn jafnframt það sem heldur mér í flokknum. Því hér eru stærstu tækifærin til að snúa vörn í sókn. Frelsi og sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins hefur dregið ungt fólk að flokknum í 85 ár og þarf flokkurinn að byrja að sína þessa stefnu í verki. Ef að ungt fólk sér ekki ástæðu til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þurfum við að búa hana til. Það gerum við með því að kjósa ungt fólk til áhrifa. Höfundur er frambjóðandi í 4.-5. sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir viku var ég spurður hvers vegna ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessarar spurningar hef ég oft spurt sjálfan mig að. Stjórnmálaflokkur sem hampar sér fyrir að tala fyrir frelsi einstaklingsins en býr á sama tíma við linnulausa innanbúðar árekstra frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk. Ungt fólk hefur aldrei verið jafnt frjálslynt eins og í dag. Það segir sig því sjálft að flokkur sem jaðrar við að miða lagasetningu sína af kristnum gildum, forsjárhyggju og íhaldsemi er ekki flokkur sem talar til ungs fólks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki nýtt þau mörgu tækifæri sem hann hefur til höfða til ungs fólks. Heldur hefur hann, líkt og flestir stjórnmálaflokkar, komið fram við ungt fólk eins og að skoðanir þeirra og atkvæði skipti ekki máli. Að auki eru málefni ungs fólks nær alltaf látin mæta afgöngum. Hvergi, hvorki á þingi né í sveitarstjórn hefur flokkurinn verið málsvari ungs fólks. Við erum ekki spurð og á okkur er ekki hlustað þegar ákvarðanir eru teknar sem varða okkur beint. Það ætti því ekki að koma á óvart að þátttaka ungs fólks í bæði kosningum og stjórnmálum hefur farið snar minnkandi. Því það vill oft gerast að þegar ekki er hlustað, þá hættir maður að tala. Þau viðhorf og þær skoðanir sem við höfum þegar við erum ung eru sjónarmið sem einkennast oftar en ekki af frjálslyndi og róttækni. Það eru forréttindi sem við vöxum flest upp úr. Það þýðir þó ekki að þau viðhorf séu ekki jafn mikils verð og þau sem við höfum þegar lengra er komið á lífsleiðina. Öll mál eru okkar mál. Það ætti því að vera sjálfsögð krafa að fá að taka þátt í ákvarðanatökum sem munu móta framtíðina, því hún er okkar. Þrátt fyrir slæma ásýnd ungs fólks á flokknum, þá er sú spurning sem ég var spurður að á laugardaginn jafnframt það sem heldur mér í flokknum. Því hér eru stærstu tækifærin til að snúa vörn í sókn. Frelsi og sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins hefur dregið ungt fólk að flokknum í 85 ár og þarf flokkurinn að byrja að sína þessa stefnu í verki. Ef að ungt fólk sér ekki ástæðu til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þurfum við að búa hana til. Það gerum við með því að kjósa ungt fólk til áhrifa. Höfundur er frambjóðandi í 4.-5. sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar