Knattspyrnulið Þróttar sem leikur í 1. deild karla hefur samið við bandaríska sóknarmanninn Matt Eliasson um að leika með liðinu næstu tvö árin.
Þetta kemur fram á vefsíðu Þróttara en Eliasson er 25 ára og hefur alla tíð leikið í Bandaríkjunum, lengst af í háskólaboltanum með Northwestern-háskólanum.
Hann er markahæsti leikmaður í sögu skólans, að því fram kemur í tilkynningu Þróttara, og þá var hann til skamms tíma á mála hjá MLS-liðinu New York Red Bulls.
Eliasson er 25 ára gamall, jafngamall og þjálfari liðsins, Englendingurinn Gregg Ryder, sem tók við Þrótti í vetur.
Eliasson samdi við Þrótt

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti



Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti