Aðstæður í Sotsjí ekki verri en í Atlanta Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2014 15:35 Fjölmiðlafólk hefur mikið sagt frá lélegum aðbúnaði í Sotsjí. Kristján Kristjánsson segir aðstæður hafa einnig verið slæmar í Atlanta á sínum tíma. Kristján H. Kristjánsson vann við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 og segir umfjöllun fjölmiðla um slæman aðbúnað í Sotsjí í Rússlandi ósanngjarna. Aðstæður í Bandaríkjunum á sínum tíma hafi ekki verið betri en þær séu í Rússlandi. Kristján sem þá vann sem rannsóknarlögreglumaður fór til Atlanta til að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. „Við vorum þarna löggur frá mörgum löndum víða um heiminn að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. Maður fékk innsýn inn í umfangið og ferðin var mjög áhugaverð,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Hann skrifaði athugasemd við frétt á Vísi í gær um aðbúnað í Sotsjí. „Í athugasemdinni talaði ég um aðstöðuna í Atlanta. Við vorum mjög ósáttir við hana og mér sýnist hún ekkert hafa verið betri í Bandaríkjunum en hún er í Rússlandi.“ „Við vorum á heimavist Háskóla, sem var í raun í fátækrahverfi. Hverfið var mjög hættulegt og við þorðum ekki að fara neitt nema í rútum. Það voru kakkalakkar á herbergjunum og þetta var allt saman mjög skrautlegt. Þá var ráðist á menn sem voru að fara á veitingastað skammt frá.“ Einnig heyrði Kristján sögusagnir af því að skotið hefði verið inn um glugga hjá nokkrum norskum lögreglumönnum sem hefðu farið heim til Noregs í framhaldi af því. „Varðandi þessa tilteknu frétt þá er kranavatn hættulegt í mörgum löndum, meðal annars á Vesturlöndum. Það að setja salernispappír í ruslafötu er einnig algengt víða um heim til þess að koma í veg fyrir stíflun.“ Að mestu fór öryggisgæsla Kristjáns og félaga í að vakta hverjir færu inn á svæði Ólympíuleikanna. Þó sprakk sprengja í borginni og einn maður lést. „Við vorum einnig að leita að vopnum og sprengiefnum. Eftir að sprengjan sprakk breyttist stemningin í Atlanta mikið. Það varð allt miklu meira þrúgað.“Viðtal við Kristján birtist í DV skömmu eftir að hann kom heim frá Atlanta, sem og við Runólf Þórhallsson, sem einnig var í Atlanta. Í viðtali Runólfs sagði hann frá bagalegum aðstæðum öryggisvarða í Atlanta. Kristján hefur ferðast víða um heim og heldur út heimasíðunni Interesting World. „Þetta er einhver pólitísk rétthugsun sem fer í taugarnar á mér. Ég er búinn að ferðast til 64 landa og búinn að kynnast fólki um allan heim. Mér er mjög illa við fordóma gagnvart þjóðum, trúarbrögðum og slíku. Það er ágætis fólk um allan heim með mismunandi lífsstíl, trúarbrögð og áherslur. Það sem okkur finnst skrítið er eðlilegt og rökrétt hjá öðrum,“ segir Kristján. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Kristján H. Kristjánsson vann við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 og segir umfjöllun fjölmiðla um slæman aðbúnað í Sotsjí í Rússlandi ósanngjarna. Aðstæður í Bandaríkjunum á sínum tíma hafi ekki verið betri en þær séu í Rússlandi. Kristján sem þá vann sem rannsóknarlögreglumaður fór til Atlanta til að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. „Við vorum þarna löggur frá mörgum löndum víða um heiminn að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. Maður fékk innsýn inn í umfangið og ferðin var mjög áhugaverð,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Hann skrifaði athugasemd við frétt á Vísi í gær um aðbúnað í Sotsjí. „Í athugasemdinni talaði ég um aðstöðuna í Atlanta. Við vorum mjög ósáttir við hana og mér sýnist hún ekkert hafa verið betri í Bandaríkjunum en hún er í Rússlandi.“ „Við vorum á heimavist Háskóla, sem var í raun í fátækrahverfi. Hverfið var mjög hættulegt og við þorðum ekki að fara neitt nema í rútum. Það voru kakkalakkar á herbergjunum og þetta var allt saman mjög skrautlegt. Þá var ráðist á menn sem voru að fara á veitingastað skammt frá.“ Einnig heyrði Kristján sögusagnir af því að skotið hefði verið inn um glugga hjá nokkrum norskum lögreglumönnum sem hefðu farið heim til Noregs í framhaldi af því. „Varðandi þessa tilteknu frétt þá er kranavatn hættulegt í mörgum löndum, meðal annars á Vesturlöndum. Það að setja salernispappír í ruslafötu er einnig algengt víða um heim til þess að koma í veg fyrir stíflun.“ Að mestu fór öryggisgæsla Kristjáns og félaga í að vakta hverjir færu inn á svæði Ólympíuleikanna. Þó sprakk sprengja í borginni og einn maður lést. „Við vorum einnig að leita að vopnum og sprengiefnum. Eftir að sprengjan sprakk breyttist stemningin í Atlanta mikið. Það varð allt miklu meira þrúgað.“Viðtal við Kristján birtist í DV skömmu eftir að hann kom heim frá Atlanta, sem og við Runólf Þórhallsson, sem einnig var í Atlanta. Í viðtali Runólfs sagði hann frá bagalegum aðstæðum öryggisvarða í Atlanta. Kristján hefur ferðast víða um heim og heldur út heimasíðunni Interesting World. „Þetta er einhver pólitísk rétthugsun sem fer í taugarnar á mér. Ég er búinn að ferðast til 64 landa og búinn að kynnast fólki um allan heim. Mér er mjög illa við fordóma gagnvart þjóðum, trúarbrögðum og slíku. Það er ágætis fólk um allan heim með mismunandi lífsstíl, trúarbrögð og áherslur. Það sem okkur finnst skrítið er eðlilegt og rökrétt hjá öðrum,“ segir Kristján.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira