„Stjórnmálamenn eiga að halda sig víðsfjarri Ólympíuleikunum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2014 12:03 Baldur Þórhallsson telur að stjórnmálamenn eigi að halda sig frá Sotsjí. mynd/samsett „Eitt er að senda íþróttamenn á leikana, annað er að senda stjórnmálamenn á setningarathöfn Ólympíuleikanna,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí eru á næsta leiti en leikarnir hefjast 7. febrúar. Athygli vekur að Íslendingar senda samanlagt fjóra opinbera fulltrúa á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí í mars. Keppendur frá Íslandi verða fimm talsins í Sotsjí nú í febrúar. Samtals verða 11 aðilar á vegum ÍSÍ á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí, að meðtöldum keppendum. Tveir keppendur fara fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikana í mars.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og eiginkona hans Dorrit Moussaieff verða viðstödd setningaathöfnina auk Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra. Illugi mætir á leikana án maka. Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verður síðan viðstödd setningarathöfnina á Ólympíumót fatlaðra sem hefjast 7. mars í Sotsjí en hún verður einnig án maka.Barack Obama.nordicphotos/gettySniðganga ÓlympíuleikanaBarack Obama, forseti Bandaríkjanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Francois Hollande, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Joachim Gauck, forseti Þýskalands, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, hafa öll ákveðið að mæta ekki á setningarathöfnina. Umræðan undanfarin misseri hefur að miklu leyti snúist um mannréttindabrot gangvart samkynhneigðum í Rússlandi. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í viðtali í þættinum Reykjavík Síðdegis þann 23. janúar: „Ekki með nokkru móti er hægt að líta svo á að þegar stjórnmálamenn mæta á Ólympíuleika séu þeir að skrifa upp á eða samþykkja stjórnarstefnu í viðkomandi landi.“Stjórnmálamenn fleiri en keppendur „Það vekur óneitanlega athygli ef stjórnmálamenn eru orðnir fleiri en íþróttamennirnir. Þetta verður einnig að skoða í ljósi þess að stjórnmálamenn í mörgum ríkjum hafa ákveðið að sniðganga leikana til þess að sýna samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi að hálfu stjórnvalda í Rússlandi,“ segir Baldur. „Að mínu mati er sjálfsagt að senda íþróttamenn á leikana og það er í raun betra að vera í samskiptum við harðstjórnarríki til þess að reyna að tala um fyrir þeim og opna ríkin fyrir umheiminum. Ég held að það hjálpi til fyrir mannréttindabaráttu heima fyrir. Stjórnmálamenn þurfa alltaf að vera í samskiptum við aðila í harðstjórnarríkjum, því við einfaldlega búum við þá stöðu að það eru fjöldi ríkja harðstjórnarríki. Eitt er að vera í pólitískum samskiptum við ríki, annað er að senda stóran hluta ríkistjórnarinnar á setningarathöfnina.“ Baldur hefur áður spurt sig hvort það hefði ekki dugað að senda einn fulltrúa á setningarathöfnina. „Bandaríkjamenn fóru þá leið að senda opinbera fulltrúa á leikana og t.d. er einn þeirra samkynhneigður. Þetta sýnir ákveðin táknræn mótmæli. Það þýðir ekkert að halda því fram að maður sé ekki að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Um leið og stjórnmálamaður fer á leikana blandar hann saman stjórnmálum og íþróttum.“Vladimir Putin.nordicphotos/gettyStjórnmálamenn vandamálið Baldur heldur því í raun fram að vandamál Ólympíuleikanna séu í raun stjórnmálamennirnir. „Það myndi hjálpa mikið ef stjórnmálamenn héldu sig víðsfjarri Ólympíuleikunum og þá á ég ekki bara við íslenska stjórnmálamenn heldur bara almennt. [Vladímír] Pútín [forseti Rússlands] er klárlega að reyna nota leikana til þess að bæta stöðu sína, bæði heima fyrir og erlendis. Það er þekkt í sögunni og menn hafa gert það með ágætis árangri.“ Baldur efast ekki um stuðnings þessara stjórnmálamanna við mannréttindabaráttu. „Ég held að það kæmu mun skýrari skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum og forsetaskrifstofunni um óánægju og framgang stjórnvalda í Rússlandi gagnvart sínum eigin borgurum ef stjórnmálamenn myndu halda sig frá leikunum.“Yfirlýsing frá Samtökunum '78 Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum ´78: „Á nýliðnu ári hafa borist ítrekaðar fréttir af hnignun mannréttindamála í Rússlandi; afskiptalaust ofbeldi, mannréttindabrot, óskiljanlega dóma og frelsisheftandi lagasetningu. Þar ber hæst lagasetning Dúmunnar þar sem „samkynhneigður áróður“ er bannaður. Fyrir hinsegin íbúa og gesti landsins þýðir hún aðeins eitt: Algera þöggun og útilokun heils þjóðfélagshóps. Hinsegin fólk í Rússlandi getur nú átt yfir höfði sér sektir og fangelsisdóma fyrir það eitt að sýna ást og tilfinningar á almannafæri, miðla upplýsingum eða veita ráðgjöf. Í kjölfarið hefur komið holskefla af hatursglæpum gegn hinsegin fólki, sem lögregla og yfirvöld taka sjaldan á. Í ljósi þessara gífurlegu mannréttindabrota, ofbeldis og haturs er eðlilegt að íslenskir ráðamenn séu spurðir hvað þeir hafa gert til að gagnrýna þessa skelfilegu þróun og hvort og hvernig þeir hafa beitt rússnesk stjórnvöldum þrýstingi til að hverfa af þessari braut.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
„Eitt er að senda íþróttamenn á leikana, annað er að senda stjórnmálamenn á setningarathöfn Ólympíuleikanna,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí eru á næsta leiti en leikarnir hefjast 7. febrúar. Athygli vekur að Íslendingar senda samanlagt fjóra opinbera fulltrúa á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí í mars. Keppendur frá Íslandi verða fimm talsins í Sotsjí nú í febrúar. Samtals verða 11 aðilar á vegum ÍSÍ á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí, að meðtöldum keppendum. Tveir keppendur fara fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikana í mars.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og eiginkona hans Dorrit Moussaieff verða viðstödd setningaathöfnina auk Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra. Illugi mætir á leikana án maka. Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verður síðan viðstödd setningarathöfnina á Ólympíumót fatlaðra sem hefjast 7. mars í Sotsjí en hún verður einnig án maka.Barack Obama.nordicphotos/gettySniðganga ÓlympíuleikanaBarack Obama, forseti Bandaríkjanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Francois Hollande, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Joachim Gauck, forseti Þýskalands, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, hafa öll ákveðið að mæta ekki á setningarathöfnina. Umræðan undanfarin misseri hefur að miklu leyti snúist um mannréttindabrot gangvart samkynhneigðum í Rússlandi. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í viðtali í þættinum Reykjavík Síðdegis þann 23. janúar: „Ekki með nokkru móti er hægt að líta svo á að þegar stjórnmálamenn mæta á Ólympíuleika séu þeir að skrifa upp á eða samþykkja stjórnarstefnu í viðkomandi landi.“Stjórnmálamenn fleiri en keppendur „Það vekur óneitanlega athygli ef stjórnmálamenn eru orðnir fleiri en íþróttamennirnir. Þetta verður einnig að skoða í ljósi þess að stjórnmálamenn í mörgum ríkjum hafa ákveðið að sniðganga leikana til þess að sýna samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi að hálfu stjórnvalda í Rússlandi,“ segir Baldur. „Að mínu mati er sjálfsagt að senda íþróttamenn á leikana og það er í raun betra að vera í samskiptum við harðstjórnarríki til þess að reyna að tala um fyrir þeim og opna ríkin fyrir umheiminum. Ég held að það hjálpi til fyrir mannréttindabaráttu heima fyrir. Stjórnmálamenn þurfa alltaf að vera í samskiptum við aðila í harðstjórnarríkjum, því við einfaldlega búum við þá stöðu að það eru fjöldi ríkja harðstjórnarríki. Eitt er að vera í pólitískum samskiptum við ríki, annað er að senda stóran hluta ríkistjórnarinnar á setningarathöfnina.“ Baldur hefur áður spurt sig hvort það hefði ekki dugað að senda einn fulltrúa á setningarathöfnina. „Bandaríkjamenn fóru þá leið að senda opinbera fulltrúa á leikana og t.d. er einn þeirra samkynhneigður. Þetta sýnir ákveðin táknræn mótmæli. Það þýðir ekkert að halda því fram að maður sé ekki að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Um leið og stjórnmálamaður fer á leikana blandar hann saman stjórnmálum og íþróttum.“Vladimir Putin.nordicphotos/gettyStjórnmálamenn vandamálið Baldur heldur því í raun fram að vandamál Ólympíuleikanna séu í raun stjórnmálamennirnir. „Það myndi hjálpa mikið ef stjórnmálamenn héldu sig víðsfjarri Ólympíuleikunum og þá á ég ekki bara við íslenska stjórnmálamenn heldur bara almennt. [Vladímír] Pútín [forseti Rússlands] er klárlega að reyna nota leikana til þess að bæta stöðu sína, bæði heima fyrir og erlendis. Það er þekkt í sögunni og menn hafa gert það með ágætis árangri.“ Baldur efast ekki um stuðnings þessara stjórnmálamanna við mannréttindabaráttu. „Ég held að það kæmu mun skýrari skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum og forsetaskrifstofunni um óánægju og framgang stjórnvalda í Rússlandi gagnvart sínum eigin borgurum ef stjórnmálamenn myndu halda sig frá leikunum.“Yfirlýsing frá Samtökunum '78 Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum ´78: „Á nýliðnu ári hafa borist ítrekaðar fréttir af hnignun mannréttindamála í Rússlandi; afskiptalaust ofbeldi, mannréttindabrot, óskiljanlega dóma og frelsisheftandi lagasetningu. Þar ber hæst lagasetning Dúmunnar þar sem „samkynhneigður áróður“ er bannaður. Fyrir hinsegin íbúa og gesti landsins þýðir hún aðeins eitt: Algera þöggun og útilokun heils þjóðfélagshóps. Hinsegin fólk í Rússlandi getur nú átt yfir höfði sér sektir og fangelsisdóma fyrir það eitt að sýna ást og tilfinningar á almannafæri, miðla upplýsingum eða veita ráðgjöf. Í kjölfarið hefur komið holskefla af hatursglæpum gegn hinsegin fólki, sem lögregla og yfirvöld taka sjaldan á. Í ljósi þessara gífurlegu mannréttindabrota, ofbeldis og haturs er eðlilegt að íslenskir ráðamenn séu spurðir hvað þeir hafa gert til að gagnrýna þessa skelfilegu þróun og hvort og hvernig þeir hafa beitt rússnesk stjórnvöldum þrýstingi til að hverfa af þessari braut.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira