„Stjórnmálamenn eiga að halda sig víðsfjarri Ólympíuleikunum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2014 12:03 Baldur Þórhallsson telur að stjórnmálamenn eigi að halda sig frá Sotsjí. mynd/samsett „Eitt er að senda íþróttamenn á leikana, annað er að senda stjórnmálamenn á setningarathöfn Ólympíuleikanna,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí eru á næsta leiti en leikarnir hefjast 7. febrúar. Athygli vekur að Íslendingar senda samanlagt fjóra opinbera fulltrúa á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí í mars. Keppendur frá Íslandi verða fimm talsins í Sotsjí nú í febrúar. Samtals verða 11 aðilar á vegum ÍSÍ á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí, að meðtöldum keppendum. Tveir keppendur fara fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikana í mars.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og eiginkona hans Dorrit Moussaieff verða viðstödd setningaathöfnina auk Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra. Illugi mætir á leikana án maka. Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verður síðan viðstödd setningarathöfnina á Ólympíumót fatlaðra sem hefjast 7. mars í Sotsjí en hún verður einnig án maka.Barack Obama.nordicphotos/gettySniðganga ÓlympíuleikanaBarack Obama, forseti Bandaríkjanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Francois Hollande, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Joachim Gauck, forseti Þýskalands, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, hafa öll ákveðið að mæta ekki á setningarathöfnina. Umræðan undanfarin misseri hefur að miklu leyti snúist um mannréttindabrot gangvart samkynhneigðum í Rússlandi. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í viðtali í þættinum Reykjavík Síðdegis þann 23. janúar: „Ekki með nokkru móti er hægt að líta svo á að þegar stjórnmálamenn mæta á Ólympíuleika séu þeir að skrifa upp á eða samþykkja stjórnarstefnu í viðkomandi landi.“Stjórnmálamenn fleiri en keppendur „Það vekur óneitanlega athygli ef stjórnmálamenn eru orðnir fleiri en íþróttamennirnir. Þetta verður einnig að skoða í ljósi þess að stjórnmálamenn í mörgum ríkjum hafa ákveðið að sniðganga leikana til þess að sýna samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi að hálfu stjórnvalda í Rússlandi,“ segir Baldur. „Að mínu mati er sjálfsagt að senda íþróttamenn á leikana og það er í raun betra að vera í samskiptum við harðstjórnarríki til þess að reyna að tala um fyrir þeim og opna ríkin fyrir umheiminum. Ég held að það hjálpi til fyrir mannréttindabaráttu heima fyrir. Stjórnmálamenn þurfa alltaf að vera í samskiptum við aðila í harðstjórnarríkjum, því við einfaldlega búum við þá stöðu að það eru fjöldi ríkja harðstjórnarríki. Eitt er að vera í pólitískum samskiptum við ríki, annað er að senda stóran hluta ríkistjórnarinnar á setningarathöfnina.“ Baldur hefur áður spurt sig hvort það hefði ekki dugað að senda einn fulltrúa á setningarathöfnina. „Bandaríkjamenn fóru þá leið að senda opinbera fulltrúa á leikana og t.d. er einn þeirra samkynhneigður. Þetta sýnir ákveðin táknræn mótmæli. Það þýðir ekkert að halda því fram að maður sé ekki að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Um leið og stjórnmálamaður fer á leikana blandar hann saman stjórnmálum og íþróttum.“Vladimir Putin.nordicphotos/gettyStjórnmálamenn vandamálið Baldur heldur því í raun fram að vandamál Ólympíuleikanna séu í raun stjórnmálamennirnir. „Það myndi hjálpa mikið ef stjórnmálamenn héldu sig víðsfjarri Ólympíuleikunum og þá á ég ekki bara við íslenska stjórnmálamenn heldur bara almennt. [Vladímír] Pútín [forseti Rússlands] er klárlega að reyna nota leikana til þess að bæta stöðu sína, bæði heima fyrir og erlendis. Það er þekkt í sögunni og menn hafa gert það með ágætis árangri.“ Baldur efast ekki um stuðnings þessara stjórnmálamanna við mannréttindabaráttu. „Ég held að það kæmu mun skýrari skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum og forsetaskrifstofunni um óánægju og framgang stjórnvalda í Rússlandi gagnvart sínum eigin borgurum ef stjórnmálamenn myndu halda sig frá leikunum.“Yfirlýsing frá Samtökunum '78 Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum ´78: „Á nýliðnu ári hafa borist ítrekaðar fréttir af hnignun mannréttindamála í Rússlandi; afskiptalaust ofbeldi, mannréttindabrot, óskiljanlega dóma og frelsisheftandi lagasetningu. Þar ber hæst lagasetning Dúmunnar þar sem „samkynhneigður áróður“ er bannaður. Fyrir hinsegin íbúa og gesti landsins þýðir hún aðeins eitt: Algera þöggun og útilokun heils þjóðfélagshóps. Hinsegin fólk í Rússlandi getur nú átt yfir höfði sér sektir og fangelsisdóma fyrir það eitt að sýna ást og tilfinningar á almannafæri, miðla upplýsingum eða veita ráðgjöf. Í kjölfarið hefur komið holskefla af hatursglæpum gegn hinsegin fólki, sem lögregla og yfirvöld taka sjaldan á. Í ljósi þessara gífurlegu mannréttindabrota, ofbeldis og haturs er eðlilegt að íslenskir ráðamenn séu spurðir hvað þeir hafa gert til að gagnrýna þessa skelfilegu þróun og hvort og hvernig þeir hafa beitt rússnesk stjórnvöldum þrýstingi til að hverfa af þessari braut.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
„Eitt er að senda íþróttamenn á leikana, annað er að senda stjórnmálamenn á setningarathöfn Ólympíuleikanna,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí eru á næsta leiti en leikarnir hefjast 7. febrúar. Athygli vekur að Íslendingar senda samanlagt fjóra opinbera fulltrúa á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí í mars. Keppendur frá Íslandi verða fimm talsins í Sotsjí nú í febrúar. Samtals verða 11 aðilar á vegum ÍSÍ á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí, að meðtöldum keppendum. Tveir keppendur fara fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikana í mars.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og eiginkona hans Dorrit Moussaieff verða viðstödd setningaathöfnina auk Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra. Illugi mætir á leikana án maka. Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verður síðan viðstödd setningarathöfnina á Ólympíumót fatlaðra sem hefjast 7. mars í Sotsjí en hún verður einnig án maka.Barack Obama.nordicphotos/gettySniðganga ÓlympíuleikanaBarack Obama, forseti Bandaríkjanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Francois Hollande, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Joachim Gauck, forseti Þýskalands, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, hafa öll ákveðið að mæta ekki á setningarathöfnina. Umræðan undanfarin misseri hefur að miklu leyti snúist um mannréttindabrot gangvart samkynhneigðum í Rússlandi. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í viðtali í þættinum Reykjavík Síðdegis þann 23. janúar: „Ekki með nokkru móti er hægt að líta svo á að þegar stjórnmálamenn mæta á Ólympíuleika séu þeir að skrifa upp á eða samþykkja stjórnarstefnu í viðkomandi landi.“Stjórnmálamenn fleiri en keppendur „Það vekur óneitanlega athygli ef stjórnmálamenn eru orðnir fleiri en íþróttamennirnir. Þetta verður einnig að skoða í ljósi þess að stjórnmálamenn í mörgum ríkjum hafa ákveðið að sniðganga leikana til þess að sýna samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi að hálfu stjórnvalda í Rússlandi,“ segir Baldur. „Að mínu mati er sjálfsagt að senda íþróttamenn á leikana og það er í raun betra að vera í samskiptum við harðstjórnarríki til þess að reyna að tala um fyrir þeim og opna ríkin fyrir umheiminum. Ég held að það hjálpi til fyrir mannréttindabaráttu heima fyrir. Stjórnmálamenn þurfa alltaf að vera í samskiptum við aðila í harðstjórnarríkjum, því við einfaldlega búum við þá stöðu að það eru fjöldi ríkja harðstjórnarríki. Eitt er að vera í pólitískum samskiptum við ríki, annað er að senda stóran hluta ríkistjórnarinnar á setningarathöfnina.“ Baldur hefur áður spurt sig hvort það hefði ekki dugað að senda einn fulltrúa á setningarathöfnina. „Bandaríkjamenn fóru þá leið að senda opinbera fulltrúa á leikana og t.d. er einn þeirra samkynhneigður. Þetta sýnir ákveðin táknræn mótmæli. Það þýðir ekkert að halda því fram að maður sé ekki að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Um leið og stjórnmálamaður fer á leikana blandar hann saman stjórnmálum og íþróttum.“Vladimir Putin.nordicphotos/gettyStjórnmálamenn vandamálið Baldur heldur því í raun fram að vandamál Ólympíuleikanna séu í raun stjórnmálamennirnir. „Það myndi hjálpa mikið ef stjórnmálamenn héldu sig víðsfjarri Ólympíuleikunum og þá á ég ekki bara við íslenska stjórnmálamenn heldur bara almennt. [Vladímír] Pútín [forseti Rússlands] er klárlega að reyna nota leikana til þess að bæta stöðu sína, bæði heima fyrir og erlendis. Það er þekkt í sögunni og menn hafa gert það með ágætis árangri.“ Baldur efast ekki um stuðnings þessara stjórnmálamanna við mannréttindabaráttu. „Ég held að það kæmu mun skýrari skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum og forsetaskrifstofunni um óánægju og framgang stjórnvalda í Rússlandi gagnvart sínum eigin borgurum ef stjórnmálamenn myndu halda sig frá leikunum.“Yfirlýsing frá Samtökunum '78 Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum ´78: „Á nýliðnu ári hafa borist ítrekaðar fréttir af hnignun mannréttindamála í Rússlandi; afskiptalaust ofbeldi, mannréttindabrot, óskiljanlega dóma og frelsisheftandi lagasetningu. Þar ber hæst lagasetning Dúmunnar þar sem „samkynhneigður áróður“ er bannaður. Fyrir hinsegin íbúa og gesti landsins þýðir hún aðeins eitt: Algera þöggun og útilokun heils þjóðfélagshóps. Hinsegin fólk í Rússlandi getur nú átt yfir höfði sér sektir og fangelsisdóma fyrir það eitt að sýna ást og tilfinningar á almannafæri, miðla upplýsingum eða veita ráðgjöf. Í kjölfarið hefur komið holskefla af hatursglæpum gegn hinsegin fólki, sem lögregla og yfirvöld taka sjaldan á. Í ljósi þessara gífurlegu mannréttindabrota, ofbeldis og haturs er eðlilegt að íslenskir ráðamenn séu spurðir hvað þeir hafa gert til að gagnrýna þessa skelfilegu þróun og hvort og hvernig þeir hafa beitt rússnesk stjórnvöldum þrýstingi til að hverfa af þessari braut.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira