Stadler fær að spila á Masters með föður sínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2014 10:19 Vísir/Getty Kevin Stadler og Stephan Gallacher fögnuðu sigri á tveimur stærstu mótunum í golfheiminum um helgina. Stadler vann sitt fyrsta PGA-mót um helgina en það fór fram í Phoenix. Hann spilaði á 68 höggum á lokahringinum og endaði einu höggi á undan þeim Bubba Watson og Graham DeLaet. Watson, sem hafði verið í toppbaráttu allt mótið, spilaði á 71 höggi í gær. Hann tapaði höggi á sextándu og þurfti að setja niður tæplega tveggja metra pútt á átjándu til að tryggja sér bráðabana. Watson brást bogalistin og Stadler fagnaði sigri. Með sigrinum náði Stadler að tryggja sér þátttökurétt á Masters-mótinu í ár en faðir hans, Craig, vann það mót árið 1982. Craig tekur enn þátt í PGA-mótaröðinni en þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem feðgar spila saman á Masters. „Það verður frábær upplifun því þetta verður sannarlega mitt síðasta mót. Ég hef ítrekað sagt að ég muni hætta þegar hann kemst inn," sagði Craig. Skotinn Gallacher fagnaði sigri á Dubai Desert Classic-mótinu en það var hluti af Evrópumótaröðinni. Gallacher átti titil að verja á mótinu og er fyrsta kylfingnum sem tekst að vinna mótið tvö ár í röð. Hann spilaði á samtals sextán höggum undir pari en Emiliano Grillo frá Argentínu varð í öðru sæti á fimmtán undir pari.Rory McIlroy, sem byrjaði frábærlega í mótinu, spilaði á 74 höggum síðasta daginn og endaði í níunda sæti. Tiger Woods varð í 41. sæti eftir að hann spilaði á 71 höggi í gær. Golf Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kevin Stadler og Stephan Gallacher fögnuðu sigri á tveimur stærstu mótunum í golfheiminum um helgina. Stadler vann sitt fyrsta PGA-mót um helgina en það fór fram í Phoenix. Hann spilaði á 68 höggum á lokahringinum og endaði einu höggi á undan þeim Bubba Watson og Graham DeLaet. Watson, sem hafði verið í toppbaráttu allt mótið, spilaði á 71 höggi í gær. Hann tapaði höggi á sextándu og þurfti að setja niður tæplega tveggja metra pútt á átjándu til að tryggja sér bráðabana. Watson brást bogalistin og Stadler fagnaði sigri. Með sigrinum náði Stadler að tryggja sér þátttökurétt á Masters-mótinu í ár en faðir hans, Craig, vann það mót árið 1982. Craig tekur enn þátt í PGA-mótaröðinni en þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem feðgar spila saman á Masters. „Það verður frábær upplifun því þetta verður sannarlega mitt síðasta mót. Ég hef ítrekað sagt að ég muni hætta þegar hann kemst inn," sagði Craig. Skotinn Gallacher fagnaði sigri á Dubai Desert Classic-mótinu en það var hluti af Evrópumótaröðinni. Gallacher átti titil að verja á mótinu og er fyrsta kylfingnum sem tekst að vinna mótið tvö ár í röð. Hann spilaði á samtals sextán höggum undir pari en Emiliano Grillo frá Argentínu varð í öðru sæti á fimmtán undir pari.Rory McIlroy, sem byrjaði frábærlega í mótinu, spilaði á 74 höggum síðasta daginn og endaði í níunda sæti. Tiger Woods varð í 41. sæti eftir að hann spilaði á 71 höggi í gær.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti