Sættir hafa náðst á milli stjórnar og stjórnarandstöðu í Úkraínu. Fjölmiðlafulltrúi forsetans tilkynnti þetta fyrr í kvöld. Tilkynnt er að byrjað verði á vopnahléi og í kjölfarið af því muni beinar viðræður hefjast og verður stefnt að því að enda blóðbaðið, koma stöðugleika á landið. Greint er frá þessu á vefsíðu RT.
Vísir greindi frá því í dag að yfir þúsundir hafi særst í átökum næturinnar í Kænugarði. Í kvöld bárust svo fréttir um að Viktor Janúkóvitsj hefði vikið yfirmanni úkraínska hersins frá störfum og flotaforingi sjóhersins tekið við starfinu.
Miklar óeirðir hafa geisað í landinu og hafa tugir látist og hundruðir slasast.
