Gífurlegt svifryk yfir borginni Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2014 11:34 Mikið ryk var að sjá á Reykjavíkurtjörn í gær. Vísir/Daníel Mikið svifryk er núna yfir Reykjavík og mælast loftgæði við Grensás mjög slæm þar sem 488,1 míkrógrömm af ryki í hverjum rúmmetra mælist. Á skala heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar eru léleg loftgæði þegar yfir hundrað míkrógrömm mælast í rúmmetra. Einstaklingar með ofnæmi og/eða harta- eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun og þá sérstaklega í nánd við miklar umferðargötur. „Það er mikið ryk í umhverfinu,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Það er mjög þurrt og búið að sanda gangstéttir og salta götur mikið undanfarið. Allt þetta ryk er líka að fjúka úr umferðareyjunum.“ „Í gær litu tölurnar vel út, en í gærkvöldi byrjaði að vindurinn að blása. Þá ruku tækin upp við Grensásveg. Veðrið skiptir ótrúlega miklu máli.“ Mögulegt er að skoða línurit og frekari upplýsingar yfir svifryksmælingar hér. Ekki er von á vætu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi í nótt.Nú fyrir skömmu mældust 488 míkrógrömm af svifryki í rúmmetra á Grensás.Mynd/Skjáskot af síðu heilbrigðiseftirlitsins Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, segir að ákveðið hafi verið að bíða með götusópun vegna mögulegrar úrkomu. „Við erum að skoða málið og metum aðstæður út frá veðri næstu daga. Við vinnum í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið. Ef við verðum kölluð til og rykið orðið of mikið munum við bregðast við,“ segir Guðjóna. „Spáin er þannig núna, að mögulega er von á úrkomu og jafnvel snjókomu. Á meðan munum við halda að okkur höndum. Það er mikill sandur á götum og gangstígum eftir alla hálkuna, en við viljum ekki fara út í það að sópa nema útlit sé fyrir að það verði þurrt.“Vísir/DaníelUPPFÆRT 12:38 Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að styrkur svifryks (PM10) verði líklega yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, miðvikudaginn, 19. febrúar.Töluverður vindur er í Reykjavík ídag, götur þurrar og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru litlar líkur á úrkomu fyrr en í nótt. Klukkan 11:30 í morgun var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 488 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Næstu daga er búist við að einhverri vætu en miklum vindi sem getur þyrlað upp ryki af þurri jörðu og valdið rykmengun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast miklar umferðargötur.Hægt er að fylgjast með styrk svifryks áwww.reykjavik.is/loftgaedien þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Önnur loftgæðafarstöðva Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að þessu sinni staðsett við leikskólann Hólaborg við Suðurhóla. Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Mikið svifryk er núna yfir Reykjavík og mælast loftgæði við Grensás mjög slæm þar sem 488,1 míkrógrömm af ryki í hverjum rúmmetra mælist. Á skala heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar eru léleg loftgæði þegar yfir hundrað míkrógrömm mælast í rúmmetra. Einstaklingar með ofnæmi og/eða harta- eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun og þá sérstaklega í nánd við miklar umferðargötur. „Það er mikið ryk í umhverfinu,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Það er mjög þurrt og búið að sanda gangstéttir og salta götur mikið undanfarið. Allt þetta ryk er líka að fjúka úr umferðareyjunum.“ „Í gær litu tölurnar vel út, en í gærkvöldi byrjaði að vindurinn að blása. Þá ruku tækin upp við Grensásveg. Veðrið skiptir ótrúlega miklu máli.“ Mögulegt er að skoða línurit og frekari upplýsingar yfir svifryksmælingar hér. Ekki er von á vætu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi í nótt.Nú fyrir skömmu mældust 488 míkrógrömm af svifryki í rúmmetra á Grensás.Mynd/Skjáskot af síðu heilbrigðiseftirlitsins Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, segir að ákveðið hafi verið að bíða með götusópun vegna mögulegrar úrkomu. „Við erum að skoða málið og metum aðstæður út frá veðri næstu daga. Við vinnum í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið. Ef við verðum kölluð til og rykið orðið of mikið munum við bregðast við,“ segir Guðjóna. „Spáin er þannig núna, að mögulega er von á úrkomu og jafnvel snjókomu. Á meðan munum við halda að okkur höndum. Það er mikill sandur á götum og gangstígum eftir alla hálkuna, en við viljum ekki fara út í það að sópa nema útlit sé fyrir að það verði þurrt.“Vísir/DaníelUPPFÆRT 12:38 Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að styrkur svifryks (PM10) verði líklega yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, miðvikudaginn, 19. febrúar.Töluverður vindur er í Reykjavík ídag, götur þurrar og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru litlar líkur á úrkomu fyrr en í nótt. Klukkan 11:30 í morgun var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 488 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Næstu daga er búist við að einhverri vætu en miklum vindi sem getur þyrlað upp ryki af þurri jörðu og valdið rykmengun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast miklar umferðargötur.Hægt er að fylgjast með styrk svifryks áwww.reykjavik.is/loftgaedien þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Önnur loftgæðafarstöðva Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að þessu sinni staðsett við leikskólann Hólaborg við Suðurhóla.
Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira