Hellas Verona tapaði fyrir Torino, 3-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Hellas Verona en var skipt af velli á 78. mínútu.
Luca Toni kom heimamönnum í Verona yfir með marki úr vítaspyrnu á 36. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Torino-menn gerðu svo út um leikinn á tólf mínútna kafla snemma í síðari hálfleik með mörkum þeirra Ciro Immobili, Alessio Cerci og Omar El Kaddouri.
Bæði lið eru með 36 stig en Torino komst upp fyrir Verona í sjöunda sætið á markatölu.
