Trillurnar fóru áður á brennu en teljast nú menningararfur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2014 19:31 Litlu trillurnar sem áður héldu uppi atvinnu í þorpum hringinn í kringum landið hafa margar endað feril sinn á áramótabrennu. Núna er komin upp vakning um að varðveita gömlu trébátana sem merkan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar. Talið er að Íslendingar hafi átt um þúsund trillur þegar mest var. Þær voru hins vegar hægfara og véku hratt þegar hraðfiskibátar úr trefjaplasti tóku að birtast upp úr 1980. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, verður Seyðisfjörður heimsóttur og fjallað um hvernig gömlu timburhúsin þar í bæ eru gerð upp og nýtt til atvinnusköpunar. En rétt eins og með öll litríku húsin í bænum hafa Seyðfirðingar líka áhuga á að varðveita gamla trébáta. Hjónin Ólafur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Stefánsdóttir segja í þættinum frá bátnum sem þau keyptu frá Vopnafirði á síðasta ári í því skyni að gera upp. Hann var upphaflega smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir um 40 árum úr eik og furu. Áhugann á gömlum bátum hefur Ólafur frá föður sínum sem var útgerðarmaður í Neskaupstað og gerði út eikarbáta. Nú á að taka þennan í gegn.Báturinn var smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir 40 árum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur segir þetta mikið verk, nokkurra ára vinna sé framundan. Hann segir þetta lið í því að varðveita söguna. Þessir bátar hafi haldið uppi atvinnu í öllum þessum litlu plássum. „Þetta er held ég að verða vakning að vernda þessa gömlu báta,“ segir Ólafur. „Þeir fóru á brennurnar hérna áður,“ segir Ingibjörg. Þau segjast hafa þannig horft á eftir mörgum fallegum bátum sem hafi verið mikil synd. Þau segjast samt ekki ætla að hafa bátinn sem safngrip uppi á landi. Honum eigi að sjálfsögðu að sigla. Hann verði nýttur sem sportbátur fyrir fjölskylduna til að sigla um Seyðisfjörð og jafnvel yfir í næstu firði á góðviðrisdögum á sumrin. Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Litlu trillurnar sem áður héldu uppi atvinnu í þorpum hringinn í kringum landið hafa margar endað feril sinn á áramótabrennu. Núna er komin upp vakning um að varðveita gömlu trébátana sem merkan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar. Talið er að Íslendingar hafi átt um þúsund trillur þegar mest var. Þær voru hins vegar hægfara og véku hratt þegar hraðfiskibátar úr trefjaplasti tóku að birtast upp úr 1980. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, verður Seyðisfjörður heimsóttur og fjallað um hvernig gömlu timburhúsin þar í bæ eru gerð upp og nýtt til atvinnusköpunar. En rétt eins og með öll litríku húsin í bænum hafa Seyðfirðingar líka áhuga á að varðveita gamla trébáta. Hjónin Ólafur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Stefánsdóttir segja í þættinum frá bátnum sem þau keyptu frá Vopnafirði á síðasta ári í því skyni að gera upp. Hann var upphaflega smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir um 40 árum úr eik og furu. Áhugann á gömlum bátum hefur Ólafur frá föður sínum sem var útgerðarmaður í Neskaupstað og gerði út eikarbáta. Nú á að taka þennan í gegn.Báturinn var smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir 40 árum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur segir þetta mikið verk, nokkurra ára vinna sé framundan. Hann segir þetta lið í því að varðveita söguna. Þessir bátar hafi haldið uppi atvinnu í öllum þessum litlu plássum. „Þetta er held ég að verða vakning að vernda þessa gömlu báta,“ segir Ólafur. „Þeir fóru á brennurnar hérna áður,“ segir Ingibjörg. Þau segjast hafa þannig horft á eftir mörgum fallegum bátum sem hafi verið mikil synd. Þau segjast samt ekki ætla að hafa bátinn sem safngrip uppi á landi. Honum eigi að sjálfsögðu að sigla. Hann verði nýttur sem sportbátur fyrir fjölskylduna til að sigla um Seyðisfjörð og jafnvel yfir í næstu firði á góðviðrisdögum á sumrin.
Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira