Ákærðir fyrir umboðssvik Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2014 14:43 Þremenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik SAMSETT/VILHELM/ANTON/STEFÁN/GVA Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, fyrir umboðsvik. Í vikunni var greint frá því hvaða einstaklingar yrðu ákærðir í málinu en nú hefur fréttastofa ákæruna undir höndum. Um er að ræða eitt stærsta mál sem hefur komið inn á borð sérstaks saksóknara. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. febrúar næstkomandi. Fram kemur í ákærunni að Lárus Welding sé ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa 16. nóvember 2007 sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu með því að veita Stím ehf tæplega 20 milljarða lán. Í ákærunni kemur einnig fram að Jóhannes Baldursson sé ákærður fyrir umboðssvik og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssyni er síðan gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar Baldurssonar. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Fram kemur í ákærunni að samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans gat áhættunefnd tekið ákvörðun um viðskiptamörk lántaka í áhættuflokki 7, sem Stím ehf. var flokkað í, sem námu allt að 8% af eiginfjárgrunni bankans á samstæðugrundvelli. Eiginfjárgrunnur bankans nam rúmlega 215 milljörðum króna samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri bankans vegna þriðja ársfjórðungs 2007. Samkvæmt því voru heimildir áhættunendar og Lárusi Welding í stöðu sinni vegna lánveitinga til Stím ehf. takmarkaður við rúmlega 17 milljarða króna viðskiptamörk. Stjórn bankans var ein bær til þess að samþykkja hærri viðskiptamörk vegna lánveitinga til Stím ehf. Því bar Lárusi Welding, áður en lánið var veitt, að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðskiptamörkum vegna lánsins til Stím ehf en í ákærunni kemur fram að Lárus hafi brugðist þeirri skyldu sinni. Stím málið Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, fyrir umboðsvik. Í vikunni var greint frá því hvaða einstaklingar yrðu ákærðir í málinu en nú hefur fréttastofa ákæruna undir höndum. Um er að ræða eitt stærsta mál sem hefur komið inn á borð sérstaks saksóknara. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. febrúar næstkomandi. Fram kemur í ákærunni að Lárus Welding sé ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa 16. nóvember 2007 sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu með því að veita Stím ehf tæplega 20 milljarða lán. Í ákærunni kemur einnig fram að Jóhannes Baldursson sé ákærður fyrir umboðssvik og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssyni er síðan gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar Baldurssonar. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Fram kemur í ákærunni að samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans gat áhættunefnd tekið ákvörðun um viðskiptamörk lántaka í áhættuflokki 7, sem Stím ehf. var flokkað í, sem námu allt að 8% af eiginfjárgrunni bankans á samstæðugrundvelli. Eiginfjárgrunnur bankans nam rúmlega 215 milljörðum króna samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri bankans vegna þriðja ársfjórðungs 2007. Samkvæmt því voru heimildir áhættunendar og Lárusi Welding í stöðu sinni vegna lánveitinga til Stím ehf. takmarkaður við rúmlega 17 milljarða króna viðskiptamörk. Stjórn bankans var ein bær til þess að samþykkja hærri viðskiptamörk vegna lánveitinga til Stím ehf. Því bar Lárusi Welding, áður en lánið var veitt, að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðskiptamörkum vegna lánsins til Stím ehf en í ákærunni kemur fram að Lárus hafi brugðist þeirri skyldu sinni.
Stím málið Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira