Breivik hugsaði aðallega um mat í fyrstu yfirheyrslu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2014 22:14 Geir Lippestad verjandi Anders Breivik var fyrst efnis um hvort hann ætti að taka að sér starfið. Vísir/AFP Geir Lippestad, norski lögmaðurinn sem varði Anders Breivik, segir konu sína hafa sannfært sig um að rétt væri að taka að sér að verja fjöldamorðingjann. Þetta sagði Lippestad á fundi sem Lögmannafélag Íslands stóð fyrir síðdegis í dag. Lippestad sagðist hafa fengið símtal um miðja nótt þar sem Breikvik hafði beðið sérstaklega um að Lippestad myndi verja sig. Hann hafi haft lítinn umhugsunartíma þar sem Breivik hefði tilkynnt lögreglunni að hún mætti eiga von á frekari voðaverkum. Hann hefði komið fyrir fleiri sprengjum og hefði í liði með sér hryðjuverkahópa sem ættu eftir að láta til skarar skríða. Breivik neitaði að tjá sig við lögregluna fyrr en lögmaður hans mætti á svæðið. Lippestad var efins um hvort rétt skref væri að taka að sér þetta erfiða verkefni, en eiginkona hans sem er hjúkrunarfræðingur, sannfærði hann. Hún tjáði honum að heilbrigðisstarfsmenn myndu alltaf veita mönnum eins og Breivik sömu aðhlynningu og öðrum. Hún velti því upp hvort sömu sjónarmið ættu ekki við um réttarkerfið.Spáði aðallega í matLippestad mætti strax á staðinn, þar sem Breivik beið í haldi lögreglu og það kom honum á óvart hversu rólegur og yfirvegaður Breivik var. Fyrsta samviskuspurningin sem Lippestad stóð frammi fyrir var hvort hann ætti að taka í höndina á Breivik við þessi fyrstu kynni, sem hann síðan ákvað að gera. Við tók löng og ítarleg yfirheyrsla þar sem Breivik var látinn lýsa hverju einasta morði í smáatriðum, meðal annars nákvæmum orðaskiptum sínum við ung fórnarlömbin. Lippestad sagði Breivik aðallega hafa haft áhyggjur af því hvað hann fengi að borða og meðal annars snerust samræðurnar um hvort hann fengi kók eða diet kók, hveiti eða heilhveiti og svo framvegis.Mikið áreitiLippestad sendi út tilkynningu til fjölmiðla á meðan fyrstu yfirheyrslu stóð um að hann hefði tekið að sér að verja Breivik og slökkti síðan á símanum sínum. Þegar yfirheyrslunni lauk biðu hans þúsundir skilaboða frá fjölmiðlum og umbjóðendum lögmannsins sem sögðu upp þjónustu hans vegna þessa. Hins vegar komu flest skilaboðin frá brjáluðu fólki sem skildu ekki hvernig hann gat hugsað sér að verja þennan mann. Margir veltu því upp að hann hlyti að vera einhvers konar skoðanabróðir Breivik. Lippestad sagði léttur í bragði að þar hefði sköllóttur kollur hans ekki hjálpað. Hann bætti því við að einn samstarfsmanna hans hefði gengið á dyr um leið og ljóst var að hann ætlaði að taka að sér þetta verkefni og kom aldrei aftur. Lippestad sagði að það hefði verið erfitt að ákveða hvað hann ætti að segja á fyrsta blaðamannafundinum eftir að yfirheyrslu lauk. Breivik vildi að hann ræddi um hugmyndafræði sína og myndi lýsa yfir vonbrigðum fyrir hönd Breivik með að hafa ekki náð að myrða fleiri. Lippestad lýsti yfir mikilli ánægju með hvernig norska samfélagið og kerfið allt brást við atburðinum. Stjórnmálamenn, kirkjan og allt kerfið viðurkenndu að Breivik þyrfti að fá réttláta málsmeðferð eins og allir aðrir glæpamenn. Það hafði þau áhrif að róa samfélagið og Lippestad gat farið að einbeita sér að vörninni.Sakhæfið var erfið ákvörðunLippestad sagði að í fyrstu hafi verjendateymið og Breivik sjálfur öll verið sannfærð um að hann yrði úrskurðaður ósakhæfur og ákváðu að fara fram með þá vörn að hann væri ekki heill á geði. Hins vegar skipti Breivik um skoðun eftir að hafa fengið urmul bréfa frá aðdáendum sínum meðal hægri öfga manna. Þeir sögðu að hann yrði hetja ef hann væri sakhæfur, en einskis virði ef hann yrði úrskurðaður geðveikur. Þarna sagðist Lippestad hafa staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun, þar sem umbjóðandi hans vildi frekar fara í fangelsi en á viðeigandi stofnun. Sérfræðingar skiluðu af sér mismunandi niðurstöðum um geðrænt ástand Breivik, en lokaniðurstaða geðlækna var sú að hann væri sakhæfur. Þá skipti verjendateymið um skoðun og hagaði vörn sinni eftir því.Hræddur við heimspressuna Ásókn fjölmiðla í málsskjöl og nýjar upplýsingar í málinu var gífurleg og upplýsingar láku stanslaust frá ýmsum aðilum. Lippestad hafði áhyggjur af því að fjölmiðlar, og þá aðallega heimspressan, hefði tök á að hakka sig í síma þeirra og tölvupóst sem og að auðvelt gæti verið að brjótast inn á skrifstofuna sína. Af þeim sökum var teyminu útveguð skrifstofuaðstaða á lögreglustöð í Ósló, en sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd. Verjendurnir hættu að senda tölvupósta sín á milli og sýndu aðgát við símnotkun.Hefði sjálfur getað orðið glæpamaðurLippestad sagði um þá ákvörðun sína að hafa tekið að sér að verja Breivik að hann hefði lent í því sjálfur 15 ára gamall að fjölskyldan hans varð gjaldþrota og þau urðu heimilislaus. Á þessum tíma var hann mjög reiður og sagðist hæglega hafa getað endað sem glæpamaður. Pabbi vinar hans var lögmaður og hitti Lippestad nokkrum sinnum. Þeir ræddu stöðu Lippestad og sagði lögmaðurinn að hann ætti ekki að vera reiður, ef hann vildi breyta einhverju þá ætti hann að þekkja lögin. Lippestad sagði að lokum að lögmenn mættu aldrei fara í manngreiningarálit á skjólstæðingum sínum. Um leið og þær færu að dæma þá væru þeir að bregðast þeim gildum sem réttarríkið byggist á. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Geir Lippestad, norski lögmaðurinn sem varði Anders Breivik, segir konu sína hafa sannfært sig um að rétt væri að taka að sér að verja fjöldamorðingjann. Þetta sagði Lippestad á fundi sem Lögmannafélag Íslands stóð fyrir síðdegis í dag. Lippestad sagðist hafa fengið símtal um miðja nótt þar sem Breikvik hafði beðið sérstaklega um að Lippestad myndi verja sig. Hann hafi haft lítinn umhugsunartíma þar sem Breivik hefði tilkynnt lögreglunni að hún mætti eiga von á frekari voðaverkum. Hann hefði komið fyrir fleiri sprengjum og hefði í liði með sér hryðjuverkahópa sem ættu eftir að láta til skarar skríða. Breivik neitaði að tjá sig við lögregluna fyrr en lögmaður hans mætti á svæðið. Lippestad var efins um hvort rétt skref væri að taka að sér þetta erfiða verkefni, en eiginkona hans sem er hjúkrunarfræðingur, sannfærði hann. Hún tjáði honum að heilbrigðisstarfsmenn myndu alltaf veita mönnum eins og Breivik sömu aðhlynningu og öðrum. Hún velti því upp hvort sömu sjónarmið ættu ekki við um réttarkerfið.Spáði aðallega í matLippestad mætti strax á staðinn, þar sem Breivik beið í haldi lögreglu og það kom honum á óvart hversu rólegur og yfirvegaður Breivik var. Fyrsta samviskuspurningin sem Lippestad stóð frammi fyrir var hvort hann ætti að taka í höndina á Breivik við þessi fyrstu kynni, sem hann síðan ákvað að gera. Við tók löng og ítarleg yfirheyrsla þar sem Breivik var látinn lýsa hverju einasta morði í smáatriðum, meðal annars nákvæmum orðaskiptum sínum við ung fórnarlömbin. Lippestad sagði Breivik aðallega hafa haft áhyggjur af því hvað hann fengi að borða og meðal annars snerust samræðurnar um hvort hann fengi kók eða diet kók, hveiti eða heilhveiti og svo framvegis.Mikið áreitiLippestad sendi út tilkynningu til fjölmiðla á meðan fyrstu yfirheyrslu stóð um að hann hefði tekið að sér að verja Breivik og slökkti síðan á símanum sínum. Þegar yfirheyrslunni lauk biðu hans þúsundir skilaboða frá fjölmiðlum og umbjóðendum lögmannsins sem sögðu upp þjónustu hans vegna þessa. Hins vegar komu flest skilaboðin frá brjáluðu fólki sem skildu ekki hvernig hann gat hugsað sér að verja þennan mann. Margir veltu því upp að hann hlyti að vera einhvers konar skoðanabróðir Breivik. Lippestad sagði léttur í bragði að þar hefði sköllóttur kollur hans ekki hjálpað. Hann bætti því við að einn samstarfsmanna hans hefði gengið á dyr um leið og ljóst var að hann ætlaði að taka að sér þetta verkefni og kom aldrei aftur. Lippestad sagði að það hefði verið erfitt að ákveða hvað hann ætti að segja á fyrsta blaðamannafundinum eftir að yfirheyrslu lauk. Breivik vildi að hann ræddi um hugmyndafræði sína og myndi lýsa yfir vonbrigðum fyrir hönd Breivik með að hafa ekki náð að myrða fleiri. Lippestad lýsti yfir mikilli ánægju með hvernig norska samfélagið og kerfið allt brást við atburðinum. Stjórnmálamenn, kirkjan og allt kerfið viðurkenndu að Breivik þyrfti að fá réttláta málsmeðferð eins og allir aðrir glæpamenn. Það hafði þau áhrif að róa samfélagið og Lippestad gat farið að einbeita sér að vörninni.Sakhæfið var erfið ákvörðunLippestad sagði að í fyrstu hafi verjendateymið og Breivik sjálfur öll verið sannfærð um að hann yrði úrskurðaður ósakhæfur og ákváðu að fara fram með þá vörn að hann væri ekki heill á geði. Hins vegar skipti Breivik um skoðun eftir að hafa fengið urmul bréfa frá aðdáendum sínum meðal hægri öfga manna. Þeir sögðu að hann yrði hetja ef hann væri sakhæfur, en einskis virði ef hann yrði úrskurðaður geðveikur. Þarna sagðist Lippestad hafa staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun, þar sem umbjóðandi hans vildi frekar fara í fangelsi en á viðeigandi stofnun. Sérfræðingar skiluðu af sér mismunandi niðurstöðum um geðrænt ástand Breivik, en lokaniðurstaða geðlækna var sú að hann væri sakhæfur. Þá skipti verjendateymið um skoðun og hagaði vörn sinni eftir því.Hræddur við heimspressuna Ásókn fjölmiðla í málsskjöl og nýjar upplýsingar í málinu var gífurleg og upplýsingar láku stanslaust frá ýmsum aðilum. Lippestad hafði áhyggjur af því að fjölmiðlar, og þá aðallega heimspressan, hefði tök á að hakka sig í síma þeirra og tölvupóst sem og að auðvelt gæti verið að brjótast inn á skrifstofuna sína. Af þeim sökum var teyminu útveguð skrifstofuaðstaða á lögreglustöð í Ósló, en sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd. Verjendurnir hættu að senda tölvupósta sín á milli og sýndu aðgát við símnotkun.Hefði sjálfur getað orðið glæpamaðurLippestad sagði um þá ákvörðun sína að hafa tekið að sér að verja Breivik að hann hefði lent í því sjálfur 15 ára gamall að fjölskyldan hans varð gjaldþrota og þau urðu heimilislaus. Á þessum tíma var hann mjög reiður og sagðist hæglega hafa getað endað sem glæpamaður. Pabbi vinar hans var lögmaður og hitti Lippestad nokkrum sinnum. Þeir ræddu stöðu Lippestad og sagði lögmaðurinn að hann ætti ekki að vera reiður, ef hann vildi breyta einhverju þá ætti hann að þekkja lögin. Lippestad sagði að lokum að lögmenn mættu aldrei fara í manngreiningarálit á skjólstæðingum sínum. Um leið og þær færu að dæma þá væru þeir að bregðast þeim gildum sem réttarríkið byggist á.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira