Óvíst hvort Stefán Logi áfrýi Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2014 13:30 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga segir óvíst hvort dóminum verði áfrýjað. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar vildi ekki tjá sig um hvernig Stefán Logi hafi tekið dómnum sem kveðinn var upp yfir honum fyrr í dag, né heldur liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað. „Þetta er yfirgripsmikill dómur og það gefur augaleið að ekki hefur tekist að fara yfir forsendur dómsins á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því að hann féll. Það verður skoðað. Það var auðvitað sýknað af ýmsum atriðum í þessum dómi, bæði í ákveðnum ákæruliðum og sakagiftum um húsbrot. En, ég get ekki tjáð mig frekar um afstöðu umbjóðenda míns til áfrýjunar.“Nú virðist það vera svo að dómarinn hafi tekið fullt tillit til krafna saksóknara? Vilhjálmur segir það rétt. Og bendir á að dómarinn hafi að auki hækkað refsingu, miðað við kröfur saksóknara, á tvo sakborninga í málinu en reyndar lækkað á tvo aðra. „En, hvort áfrýjað verður veltur á forsendum dómsins.“ Mikil spenna var í héraðsdómi Reykjavíkur, sal 101 þegar dómur var kveðinn upp í hinu svonefnda Stokkseyrarmáli. Allir helstu fjölmiðlar landsins voru mættir á vettvang en sakborningarnir voru ekki viðstaddir. Enginn þeirra. Sakborningar voru ákærðir fyrir að hafa í um sólarhring gengið grimmilega í skrokk á fórnarlambi sínu, eins og rakið hefur verið ítarlega í fréttum. Fram hefur komið að saksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, krafðist á bilinu þriggja til sex ára fangelisrefsingar á hendur ákærðu í Stokkseyrarmálinu. Svo virðist sem dómari hafi tekið tillit til kröfu saksóknara. Þyngstrar refsingar var krafist á hendur Stefáns Loga Sívarssonar, sem er sagður forsprakki í málinu. Þá krafðist saksóknari fimm og hálfs árs fangelsi yfir Stefáni Blackburn og 3-4 ára fangelsi yfir öðrum sakborningum. Allir ákærðu hafa neitað sök í málinu. Verjandi Stefáns Blacburn hefur sagt að hann telji hæfilega refsingu ákærða í þessu máli er tíu til tólf mánaða fangelsi. Hann hefur sakað ákæruvaldið um að nýta sér fjölmiðla til að sverta mannorð ákærðu í málinu, með því að ýja að því að ákærðu hefðu framið kynferðisbrot gegn öðrum brotaþola þó að ekkert hefði fengist sannað í þeim efnum. Stokkseyrarmálið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar vildi ekki tjá sig um hvernig Stefán Logi hafi tekið dómnum sem kveðinn var upp yfir honum fyrr í dag, né heldur liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað. „Þetta er yfirgripsmikill dómur og það gefur augaleið að ekki hefur tekist að fara yfir forsendur dómsins á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því að hann féll. Það verður skoðað. Það var auðvitað sýknað af ýmsum atriðum í þessum dómi, bæði í ákveðnum ákæruliðum og sakagiftum um húsbrot. En, ég get ekki tjáð mig frekar um afstöðu umbjóðenda míns til áfrýjunar.“Nú virðist það vera svo að dómarinn hafi tekið fullt tillit til krafna saksóknara? Vilhjálmur segir það rétt. Og bendir á að dómarinn hafi að auki hækkað refsingu, miðað við kröfur saksóknara, á tvo sakborninga í málinu en reyndar lækkað á tvo aðra. „En, hvort áfrýjað verður veltur á forsendum dómsins.“ Mikil spenna var í héraðsdómi Reykjavíkur, sal 101 þegar dómur var kveðinn upp í hinu svonefnda Stokkseyrarmáli. Allir helstu fjölmiðlar landsins voru mættir á vettvang en sakborningarnir voru ekki viðstaddir. Enginn þeirra. Sakborningar voru ákærðir fyrir að hafa í um sólarhring gengið grimmilega í skrokk á fórnarlambi sínu, eins og rakið hefur verið ítarlega í fréttum. Fram hefur komið að saksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, krafðist á bilinu þriggja til sex ára fangelisrefsingar á hendur ákærðu í Stokkseyrarmálinu. Svo virðist sem dómari hafi tekið tillit til kröfu saksóknara. Þyngstrar refsingar var krafist á hendur Stefáns Loga Sívarssonar, sem er sagður forsprakki í málinu. Þá krafðist saksóknari fimm og hálfs árs fangelsi yfir Stefáni Blackburn og 3-4 ára fangelsi yfir öðrum sakborningum. Allir ákærðu hafa neitað sök í málinu. Verjandi Stefáns Blacburn hefur sagt að hann telji hæfilega refsingu ákærða í þessu máli er tíu til tólf mánaða fangelsi. Hann hefur sakað ákæruvaldið um að nýta sér fjölmiðla til að sverta mannorð ákærðu í málinu, með því að ýja að því að ákærðu hefðu framið kynferðisbrot gegn öðrum brotaþola þó að ekkert hefði fengist sannað í þeim efnum.
Stokkseyrarmálið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira