Snæfell endaði sigurgöngu ÍR-inga og varði áttunda sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2014 20:48 Sigurður Þorvaldsson skoraði 26 stig fyrir Snæfell á móti sínu gamla félagi. Vísir/Stefán Snæfellingar vörðu áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina með því að vinna fimmtán stiga sigur á ÍR, 94-79, í Dominos-deild karla í körfubolta. Liðin voru bæði með tólf stig í 8. og 9. sæti deildarinnar en Hólmarar voru ofar eftir stórsigur í fyrri leik liðanna. ÍR-ingar voru búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og alls fimm leiki í röð í öllum keppnum en gengu á vegg í kvöld. Sigur Snæfells var nokkuð öruggur en ÍR-ingar komu sterkir til baka í þriðja leikhlutanum en tókst ekki að vinna upp stórt forskot Snæfellsliðsins sem kláraði síðan leikinn með því að vinna síðustu 70 sekúndurnar 7-0. Snæfellsliðið byrjaði betur, komst í 9-4 og var 13-9 yfir þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður. ÍR komst reyndar í 14-13 en Snæfell svaraði með sjö stigum í röð og var síðan átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 23-15. Travis Cohn skoraði 10 stig fyrir Snæfell í fyrsta leikhlutanum. Snæfellingar héldu áfram að bæta við forystuna í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 27-13 og voru Hólmarar því komnir með 22 stiga forskot í hálfleik, 50-28. Travis Cohn (15 stig) og Sigurður Þorvaldsson (14 stig) voru allt í öllu í sóknarleik liðsins í fyrri hálfleiknum. ÍR-ingar fengu greinilega góða ræðu frá Örvari Þór Kristjánssyni í hálfleik því þeir komu sér aftur inn í leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 34-20. ÍR-liðið náði að minnka muninn niður í þrjú stig í upphafi fjórða leikhlutans en Snæfellsliðið hélt út og tryggði sér mikilvægan 15 stiga sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.Snæfell-ÍR 94-79 (23-15, 27-13, 20-34, 24-17)Snæfell: Travis Cohn III 28/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 14/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Snæfellingar vörðu áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina með því að vinna fimmtán stiga sigur á ÍR, 94-79, í Dominos-deild karla í körfubolta. Liðin voru bæði með tólf stig í 8. og 9. sæti deildarinnar en Hólmarar voru ofar eftir stórsigur í fyrri leik liðanna. ÍR-ingar voru búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og alls fimm leiki í röð í öllum keppnum en gengu á vegg í kvöld. Sigur Snæfells var nokkuð öruggur en ÍR-ingar komu sterkir til baka í þriðja leikhlutanum en tókst ekki að vinna upp stórt forskot Snæfellsliðsins sem kláraði síðan leikinn með því að vinna síðustu 70 sekúndurnar 7-0. Snæfellsliðið byrjaði betur, komst í 9-4 og var 13-9 yfir þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður. ÍR komst reyndar í 14-13 en Snæfell svaraði með sjö stigum í röð og var síðan átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 23-15. Travis Cohn skoraði 10 stig fyrir Snæfell í fyrsta leikhlutanum. Snæfellingar héldu áfram að bæta við forystuna í öðrum leikhlutanum sem liðið vann 27-13 og voru Hólmarar því komnir með 22 stiga forskot í hálfleik, 50-28. Travis Cohn (15 stig) og Sigurður Þorvaldsson (14 stig) voru allt í öllu í sóknarleik liðsins í fyrri hálfleiknum. ÍR-ingar fengu greinilega góða ræðu frá Örvari Þór Kristjánssyni í hálfleik því þeir komu sér aftur inn í leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 34-20. ÍR-liðið náði að minnka muninn niður í þrjú stig í upphafi fjórða leikhlutans en Snæfellsliðið hélt út og tryggði sér mikilvægan 15 stiga sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.Snæfell-ÍR 94-79 (23-15, 27-13, 20-34, 24-17)Snæfell: Travis Cohn III 28/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 14/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti