Gera ráð fyrir slæmu veðri á fjallvegum í dag Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2014 09:51 Vísir/GVA Hvasst var á Norðurlandi í nótt, allt frá Tröllaskaga að Vestfjörðum, og í dag verður enn hvasst víða. Einnig hefur snjóað víða og mældu sjálfvirkir mælar á Tröllaskaga 42 millimetra úrkomu síðasta sólarhringinn. Margar stöðvar á Norðurlandi sýna yfir 10 millimetra úrkomu. Verið er að kanna ástæður á vegum á Norðanverðu landinu sem og á Vestfjörðum og Austfjörðum, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Fjallvegir eru víða ófærir á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum, en mokstur er hafinn á flestum leiðum. Gert er ráð fyrir hríðaveðri, skafrenningi og blindu samfara mikilli veðurhæð um norðanvert landið í allan dag. Þó á veðrið að skána í kvöld, en áfram verður strekkingur og bylur á heiðum. Vegir eru mikið til auðir á Suður- og Suðvesturlandi en þó eru hálkublettir á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Bláfjallavegi. Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á Vesturlandi, einkum á fjallvegum. Snjóþekja og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á flestum leiðum á Snæfellsnesi og óveður við Hraunsmúla. Hálka og éljagagangur er á Vatnaleiði. Ófært er um Fróðárheiði og þæfingsfærð og skafrenningur í Svínadal. Á Vestfjörðum er ófært á Þröskuldum og Klettsháls einnig frá Brjánslæk að Klettsháls. Þungfært og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði. Þæfingsfærð og óveður er á Gemlufallsheiði. Þæfingsfærð er á Kleifarheiði, Hjallháls, í Ísafjarðardjúpi, á Flateyrarvegi og í Súgandafirði. Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á öðrum leiðum. Hálka er á Norðvesturlandi. Ófært er á Þverárfjalli. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðs í Mánaskriðum og verður skoðað þegar líður á morguninn. Þungfært er í Héðinsfirði. Á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og víða éljagangur. Snjóþekja og skafrenningur er á Víkurskarði. Ófært er á Öxnadalsheiði, Mývatnsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Möðrudalsöræfum. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Austurlandi. Ófært er á Fjarðarheiði og Vatnskarði eystra. Hálkublettir eru frá Streiti og að Djúpavogi en greiðfært þaðan og áfram með suðurströndinni. Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hvasst var á Norðurlandi í nótt, allt frá Tröllaskaga að Vestfjörðum, og í dag verður enn hvasst víða. Einnig hefur snjóað víða og mældu sjálfvirkir mælar á Tröllaskaga 42 millimetra úrkomu síðasta sólarhringinn. Margar stöðvar á Norðurlandi sýna yfir 10 millimetra úrkomu. Verið er að kanna ástæður á vegum á Norðanverðu landinu sem og á Vestfjörðum og Austfjörðum, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Fjallvegir eru víða ófærir á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum, en mokstur er hafinn á flestum leiðum. Gert er ráð fyrir hríðaveðri, skafrenningi og blindu samfara mikilli veðurhæð um norðanvert landið í allan dag. Þó á veðrið að skána í kvöld, en áfram verður strekkingur og bylur á heiðum. Vegir eru mikið til auðir á Suður- og Suðvesturlandi en þó eru hálkublettir á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Bláfjallavegi. Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á Vesturlandi, einkum á fjallvegum. Snjóþekja og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á flestum leiðum á Snæfellsnesi og óveður við Hraunsmúla. Hálka og éljagagangur er á Vatnaleiði. Ófært er um Fróðárheiði og þæfingsfærð og skafrenningur í Svínadal. Á Vestfjörðum er ófært á Þröskuldum og Klettsháls einnig frá Brjánslæk að Klettsháls. Þungfært og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði. Þæfingsfærð og óveður er á Gemlufallsheiði. Þæfingsfærð er á Kleifarheiði, Hjallháls, í Ísafjarðardjúpi, á Flateyrarvegi og í Súgandafirði. Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á öðrum leiðum. Hálka er á Norðvesturlandi. Ófært er á Þverárfjalli. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðs í Mánaskriðum og verður skoðað þegar líður á morguninn. Þungfært er í Héðinsfirði. Á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og víða éljagangur. Snjóþekja og skafrenningur er á Víkurskarði. Ófært er á Öxnadalsheiði, Mývatnsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Möðrudalsöræfum. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Austurlandi. Ófært er á Fjarðarheiði og Vatnskarði eystra. Hálkublettir eru frá Streiti og að Djúpavogi en greiðfært þaðan og áfram með suðurströndinni.
Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira