Michael Sam er ungur Bandaríkjamaður sem er á leið í nýliðavalið í bandarísku NFL-deildinni og gæti orðið fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn í þeirri deild.
Sam sagði liðsfélögum sínum í Missouri-háskólanum fréttirnar á síðasta ári og hefur hann fengið mikinn stuðning þeirra og allra í skólanum.
Hann kom svo opinberlega út úr skápnum í viðtali við ESPN á sunnudaginn og sagðist vilja segja sína sögu sjálfur. Hann hafði orðið var við orðróma sem hann vildi slökkva í sem fyrst.
Margir sýndu Sam stuðning á samfélagsmiðlum í gær og á meðal þeirra var Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna.
„Þú veitir okkur öllum innblástur, Michael Sam. Við gætum ekki verið stoltari af hugrekki þínu jafnt innan sem utan vallar,“ skrifaði forsetafrúin á Twitter og merkti tístið „-mo“ sem þýðir að hún skrifaði það sjálf en ekki starfsfólk hennar.
You're an inspiration to all of us, @MikeSamFootball. We couldn't be prouder of your courage both on and off the field. -mo
— FLOTUS (@FLOTUS) February 10, 2014
@FLOTUS Thank you for your kind words, humbled by your support.
— Michael Sam (@MikeSamFootball) February 10, 2014