Aron Kristjánsson, karlalandsliðsþjálfari Íslands í handbolta, mun þjálfa danska úrvalsdeildarliðið KIF Kolding Kaupmannahöfn út þetta tímabil en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ.
Aron Kristjánsson fékk leyfi frá Handknattleikssambandi Íslands til að semja við danska úrvalsdeildarliðið og mun hann hefja störf strax.
„Mikil ánægja er með störf Arons sem landsliðsþjálfara Íslands og er Handknattleiksambandið og Aron að ræða framlengingu á samningi hans sem rennur út í apríl 2015," segir í fréttatilkynningunni frá HSÍ.
KIF Kolding Kaupmannahöfn er í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Skjern. Liðið tapaði 24-26 á móti THW Kiel í Meistaradeildinni um helgina. Næsti leikur liðsins er á fimmtudaginn á móti pólska liðinu Wisla Plock í Meistaradeildinni.
Aron tekur við KIF Kolding
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn


Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn



Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti




„Manchester er heima“
Enski boltinn